Lífið

Stórkostlegt hláturskast Gísla Einarssonar, bænda og tökumanna RÚV

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skjáskot úr útsendingu RÚV þar sem hláturinn réð svo sannarlega ríkjum.
Skjáskot úr útsendingu RÚV þar sem hláturinn réð svo sannarlega ríkjum.
Undanfarnar tuttugu klukkustundir hefur Gísli Einarsson og félagar á RÚV staðið vaktina í sauðburði í Syðri Hofdölum í Skagafirði. Útsendingin hefur vakið mikla athygli en ákveðinn hápunktur, sem sjá má í myndbandi neðst í fréttinni, varð í viðtali Gísla við bændurna Klöru Helgadótur og Atla Má Traustason.

Gísli settist á spýtu í fjárhúsinu og útskýrði fyrir sjónvarpsáhorfendum áhyggjur sem Klara og Atli hefðu af því að spýtan myndi ekki halda Gísla. Það var ekki að spyrja að því. Gísli, sem nýtur mikilla vinsælda sem sjónvarpsmaður meðal annars í Landanum, hafði varla sleppt orðinu þegar spýtan lét undan þunga Gísla.

„Það stendur reyndar hámark 93 kíló. Ég er 106,“ sagði Gísli þegar Atli færði honum nýja spýtu, fjögurra tommu sem Gísli lýsti sem þeirri sterkustu sem væri fáanleg í Kaupfélagi Skagfirðinga.

„Ef þetta dugar ekki verðum við bara að hætta þessari útsendingu,“ sagði Gísli sem átti eðlilega erfitt með sig sökum hláturskasts. Sömu sögu er að segja um bóndahjónin og tökumenn RÚV sem hristust víst um af hlátri að sögn Gísla.

Meðan við bíðum eftir viðgerð er þá ekki mál málanna að sjá augnablikið frá því í nótt sem allir eru að tala um?

Posted by RÚV on Friday, May 15, 2015

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×