Lífið

The Edge féll fram af brúninni

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
The Edge á tónleikunum áður en hann féll af sviðinu.
The Edge á tónleikunum áður en hann féll af sviðinu. Vísir/Getty
Gítarleikari U2, The Edge sem gæti útlagst á íslensku Kanturinn eða Brúnin, féll af tónleikasviðinu á fyrstu tónleikum sveitarinnar á tónleikaferðalagi sínu um heiminn. Tónleikarnir voru í Vancouver í Kanada. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.

Kanturinn, sem heitir réttu nafni Dave Evans, virtist hafa verið blekktur af ljósunum á sviðinu þar sem hann gekk í rólegheitum fram sviðið og talið að fyrir framan hann hafi verið gólf þar sem aðeins var loft. Evans virtist þó sem betur fer í lagi eftir atvikið en U2 birti mynd af honum á Instagram síðu sinni með beinni tilvitnun í hann. „Didn't see the edge, I'm OK!!“ sem í lauslegri þýðingu merkir „Sá ekki kantinn, ég er í góðu lagi!!“

Atvikið gerðist þegar hljómsveitin tók aukanúmerið „Still haven't found what I'm looking for.“

Bono og félagar hans voru eins og áður sagði að hefja tónleikaferðalag sitt um heiminn. Tónleikaferðalagið ber yfirskriftina iNNOCENCE + eXPERIENCE eða sAKLEYSI + rEYNSLA og mun hljómsveitin spila á yfir sjötíu tónleikum vísvegar um Evrópu og Norður-Ameríku.

Posted by Lorraine Johal on Thursday, May 14, 2015

'Didn't see the edge, I'm ok!! #U2ieTour

A photo posted by U2 Official (@u2) on


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×