Lífið

Einstök upplifun fyrir unglinga

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Bjarni Bjarnason og Grímur Óli Geirsson mynda viðburðafyrirtækið Basic House Effect sem stendur á bak við Sumargleðina.
Bjarni Bjarnason og Grímur Óli Geirsson mynda viðburðafyrirtækið Basic House Effect sem stendur á bak við Sumargleðina. mynd/geir ólafsson
„Þetta er í annað sinn sem við höldum hátíðina, þetta gekk mjög vel í fyrra þannig að við erum spenntir,“ segir Bjarni Bjarnason, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, Sumargleðinnar. Um er að ræða hátíð fyrir öll ungmenni í 8.–10. bekk í grunnskóla sem fram fer í Kaplakrika þann 11. júní næstkomandi. Bjarni og Grímur Óli Geirsson mynda viðburðafyrirtækið Basic House Effect, sem stendur á bak við hátíðina.

Þar koma fram margir af vinsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar eins og Friðrik Dór, AmabAdamA, Jón Jónsson og margir fleiri. „Miðasalan fór af stað síðastliðinn föstudag og nú er svipaður miðafjöldi farinn og seldist í fyrra þannig að hátíðin er að stækka heilmikið sem er frábært,“ segir Bjarni.

Friðrik Dór kemur fram á tónleikunum.
Skipuleggjendur hátíðarinnar leggja mikið upp úr öryggi unglinganna á hátíðinni. „Við leggjum mikið upp úr öryggi unglinganna, það er númer eitt, tvö og þrjú. Við erum auðvitað að vinna þetta í samstarfi við félagsmiðstöðvarnar í Hafnarfirði og fleiri aðila.“

Hátíðin er skipulögð í samstarfi við forvarnarfulltrúa, þaulreynda öryggisgæslu, íþróttafélagið FH, lögreglu og fleiri aðila til að tryggja sem mest öryggi. „Foreldrar hafa haft samband við okkur og við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð,“ segir Bjarni.

Sumargleðin er styrktarsöfnun þar sem miðasala rennur óskert til Barnaspítala Hringsins. Mikið er lagt upp úr upplifun ungmenna á slíkum stórviðburðum og er Sumargleðin með mikinn tækjabúnað til að gera upplifunina sem magnaðasta fyrir unglingana. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×