Þingmannaballið var blásið af Jakob Bjarnar skrifar 16. mars 2015 14:07 Helstu stjörnur þingmannagleðinnar, sem var daufleg, voru Sigrún Magnúsdóttir, Páll Pétursson að ógleymdum forseta Íslands. Sigrún Magnúsdóttir var eini ráðherrann sem mætti á þingmannagleðina sem haldin var síðastliðið föstudagskvöld. Hún mætti til leiks með mann sinn Pál Pétursson, fyrrum ráðherra, uppá arminn. En, aðrir ráðherrar voru fjarri góðu gamni, eða þannig. Stjórnarandstaðan lét ekki sjá sig þannig að heldur var þetta þunnur þrettándi. Samkvæmt heimildum Vísis var stemmingin hreint út sagt miklu daufari en menn eiga að venjast. Mæting var, samkvæmt heimildum frá Hótel Sögu, talsvert minni en búist hafði verið við. Til stóð að gestir myndu stíga dans að loknu borðhaldi en svo fátt var að messufall var reyndin. Hljómsveitinni Húsið á sléttunni var snúið frá. Ekki liggur fyrir hvort hún fær greitt fyrir giggið sem ekki varð, ekki hefur náðst í Helga Bernódusson skrifstofustjóra Alþingis vegna málsins. Pálmi Sigurhjartarson píanisti lék undir borðhaldi og Gissur Páll Gissurarson tenór söng fyrir hálftómum Súlnasalnum. Samkvæmt heimildum Vísis var heiðursgesturinn eiginlega eini sem virtist leika við hvurn sinn fingur; Ólafur Ragnar Grímsson forseti lét fámennið ekki trufla sig og var hrókur alls „fagnaðar“ – en fljótlega eftir borðhaldið létu gestir sig hverfa. Alþingi Tengdar fréttir Fámennt á árshátíð þingmanna Stjórnarandstaðan sá sér ekki fært að mæta á árshátíð Alþingis í gær sem haldin var á Hótel Sögu. Ástæða þess að stjórnarandstaðan sniðgekk veisluna var sú að ríkisstjórnin sniðgekk þingið í Evrópusambandsmálinu. 14. mars 2015 07:00 Stjórnarandstaðan hunsar þingveislu á Sögu Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir farsælast að þing og þjóð komi að ESB málinu. Aðeins Alþingi geti kallað ákvarðanir þingsins til baka. 13. mars 2015 19:41 Þingmenn sniðganga eigin árshátíð Í kvöld fór fram hefðbundinn þingveisla á Hótel Sögu, Súlnasal en það var forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem bauð til veislunnar. 13. mars 2015 21:06 Stefnir í dræma mætingu og litla stemmningu á þingmannagleði í kvöld Píratar ætla ekki að mæta. Helgi Hrafn Gunnarsson telur ólíklegt að nokkur úr stjórnarandstöðunni láti sjá sig. 13. mars 2015 13:39 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir var eini ráðherrann sem mætti á þingmannagleðina sem haldin var síðastliðið föstudagskvöld. Hún mætti til leiks með mann sinn Pál Pétursson, fyrrum ráðherra, uppá arminn. En, aðrir ráðherrar voru fjarri góðu gamni, eða þannig. Stjórnarandstaðan lét ekki sjá sig þannig að heldur var þetta þunnur þrettándi. Samkvæmt heimildum Vísis var stemmingin hreint út sagt miklu daufari en menn eiga að venjast. Mæting var, samkvæmt heimildum frá Hótel Sögu, talsvert minni en búist hafði verið við. Til stóð að gestir myndu stíga dans að loknu borðhaldi en svo fátt var að messufall var reyndin. Hljómsveitinni Húsið á sléttunni var snúið frá. Ekki liggur fyrir hvort hún fær greitt fyrir giggið sem ekki varð, ekki hefur náðst í Helga Bernódusson skrifstofustjóra Alþingis vegna málsins. Pálmi Sigurhjartarson píanisti lék undir borðhaldi og Gissur Páll Gissurarson tenór söng fyrir hálftómum Súlnasalnum. Samkvæmt heimildum Vísis var heiðursgesturinn eiginlega eini sem virtist leika við hvurn sinn fingur; Ólafur Ragnar Grímsson forseti lét fámennið ekki trufla sig og var hrókur alls „fagnaðar“ – en fljótlega eftir borðhaldið létu gestir sig hverfa.
Alþingi Tengdar fréttir Fámennt á árshátíð þingmanna Stjórnarandstaðan sá sér ekki fært að mæta á árshátíð Alþingis í gær sem haldin var á Hótel Sögu. Ástæða þess að stjórnarandstaðan sniðgekk veisluna var sú að ríkisstjórnin sniðgekk þingið í Evrópusambandsmálinu. 14. mars 2015 07:00 Stjórnarandstaðan hunsar þingveislu á Sögu Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir farsælast að þing og þjóð komi að ESB málinu. Aðeins Alþingi geti kallað ákvarðanir þingsins til baka. 13. mars 2015 19:41 Þingmenn sniðganga eigin árshátíð Í kvöld fór fram hefðbundinn þingveisla á Hótel Sögu, Súlnasal en það var forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem bauð til veislunnar. 13. mars 2015 21:06 Stefnir í dræma mætingu og litla stemmningu á þingmannagleði í kvöld Píratar ætla ekki að mæta. Helgi Hrafn Gunnarsson telur ólíklegt að nokkur úr stjórnarandstöðunni láti sjá sig. 13. mars 2015 13:39 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Fámennt á árshátíð þingmanna Stjórnarandstaðan sá sér ekki fært að mæta á árshátíð Alþingis í gær sem haldin var á Hótel Sögu. Ástæða þess að stjórnarandstaðan sniðgekk veisluna var sú að ríkisstjórnin sniðgekk þingið í Evrópusambandsmálinu. 14. mars 2015 07:00
Stjórnarandstaðan hunsar þingveislu á Sögu Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir farsælast að þing og þjóð komi að ESB málinu. Aðeins Alþingi geti kallað ákvarðanir þingsins til baka. 13. mars 2015 19:41
Þingmenn sniðganga eigin árshátíð Í kvöld fór fram hefðbundinn þingveisla á Hótel Sögu, Súlnasal en það var forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem bauð til veislunnar. 13. mars 2015 21:06
Stefnir í dræma mætingu og litla stemmningu á þingmannagleði í kvöld Píratar ætla ekki að mæta. Helgi Hrafn Gunnarsson telur ólíklegt að nokkur úr stjórnarandstöðunni láti sjá sig. 13. mars 2015 13:39