Menning

Kemur með söng vestan um haf

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Kórinn Denison Chamber Singers syngur trúarlega tónlist, þjóðlög og hefðbundna tónlist heimalandsins.
Kórinn Denison Chamber Singers syngur trúarlega tónlist, þjóðlög og hefðbundna tónlist heimalandsins.
Kammerkórinn Denison Chamber Singers frá Denison-háskólanum í Bandaríkjunum syngur á þrennum tónleikum hér á landi á næstu dögum og fær til liðs við sig íslenska kóra.

Á dagskrá Denison Chamber Singers er trúarleg tónlist, þjóðlög og hefðbundin tónlist heimalandsins. Stjórnandi er Dr. Wei Cheng.

Fyrstu tónleikarnir eru í Kaldalóni í Hörpu í kvöld, 16. mars og hefjast klukkan 20. Sérstakur gestur á þeim tónleikum er kammerkórinn Hljómeyki sem syngur undir stjórn Mörtu G. Halldórsdóttur.

Næst munu Denison Chamber Singers koma fram í Skálholtsdómkirkju miðvikudaginn 18. mars klukkan 20, ásamt Vox Populi, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar.

Að lokum syngja Bandaríkjamennirnir í Sögusetrinu á Hvolsvelli á fimmtudaginn, 19. mars, og byrja klukkan 20.30.

Ókeypis aðgangur er að öllum tónleikunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×