Lífið

Breskur hermaður sló litla stúlku í andlitið

Samúel Karl Ólason skrifar
Maisie hitti drottninguna.
Maisie hitti drottninguna.
Hin sex ára gamla Maisie Gregory var í sínu fínasta pússi til að hitta Elísabetu, drottningu Bretlands, í Cardiff og færa henni blómvönd. Hún beygir sig fyrir drottninguna sem segir að stúlkan sé mjög sæt. Þá slær breskur hermaður stúlkuna í andlitið.

Hann gerði það fyrir slysni þegar hann heilsaði drottningunni að hermannasið. Hermaðurinn bað Maisie afsökunar og móðir hennar sagði að hana hefði ekki sakað.

Drottningin virtist hins vegar ekkert láta atvikið á sig fá og hélt göngu sinni áfram þrátt fyrir að Maisie hafi sagt „ááá“, tiltölulega hátt.

Tvö myndbönd af atvikinu má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×