Bændur vilja að ráðherra grípi til aðgerða vegna verkfalls dýralækna ingvar haraldsson skrifar 18. maí 2015 17:03 Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra. „Algjört neyðarástand ríkir á mörgum búum,“ segir í bréfi sem Bændasamtök Íslands, Svínaræktarfélag Íslands og Félag kjúklingabænda hafa sent Sigurði Inga Jóhannssyni landbúnaðarráðherra vegna yfirstandandi verkfalls dýralækna innan BHM.Segja fjöldagjaldþrot blasa við Verkfall dýralækna innan BHM hjá Matvælastofnun hófst þann 20. apríl síðastliðinn. Bændur segja það hafi haft mikil áhrif á stöðu alifugla- og svínabænda þar sem slátrun hefur stöðvast í verkfallinu. „Er staðan orðin þannig að algjört neyðarástand ríkir á mörgum búum. Velferð dýra er alvarlega ógnað en einnig stefnir í fjöldagjaldþrot í þessum búgreinum.Ekki hafa verið veittar undanþágur af hálfu dýralækna til slátrunar og sölu sem þýðir að búin hafa ekki tekjur til að sinna bústofni sínum.“Segjast ekki geta farið að lögum um dýravelferð Í bréfinu segir jafnframt að stjórnvöld hafi lagt ríkar skyldur á herðar bænda að gæta velferð dýra. „Við núverandi aðstæður er hins vegar ljóst að þeir geta engan veginn staðið undir þeim skyldum vegna verkfallsins. Landbúnaðarráðherra ber ábyrgð á framkvæmd þeirra laga sem bændum ber að starfa eftir og tryggja eðlilegt starfsumhverfi þeirra, en jafnframt velferð dýranna.“ „Í því ljósi gera Bændasamtök Íslands, Svínaræktarfélag Íslands og Félag kjúklingabænda annað hvort þá kröfu að landbúnaðarráðherra tryggi að dýralæknar verði við störf hjá Matvælastofnun í því skyni að bændum verði tryggð eðlileg starfsskilyrði og velferð dýra þeirra virt, eða að ríkið taki yfir þær skyldur sem kveðið er á um í lögum um velferð dýra og lagðar eru á bændur,“ segir í tilkynningunni. Í samtali við fréttastofu segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, þó að ekki sé beinlínis verið að fara fram á að lög verði sett á verkfallið. „Við erum einfaldlega að segja þeim að þetta er óásættanlegt og það verði að finna leiðir til að tryggja slátrun,“ segir Sindri. „Það er þeirra að finna út úr því hver sú leið er.“ Þá er í bréfinu bent á að sláturleyfishafar greiði til ríkisins eftirlitsgjald sem tryggja eigi ákveðna lögbundna þjónustu. „Sú þjónusta hefur ekki verið veitt á meðan verkfallinu hefur staðið. Bændasamtökin, Svínaræktarfélagið og Félag kjúklingabænda vill þá taka fram að ef aflífa þarf bústofn þá sé það hlutverk stjórnvalda að framkvæma það en ekki bænda.“ Verkfall 2016 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
„Algjört neyðarástand ríkir á mörgum búum,“ segir í bréfi sem Bændasamtök Íslands, Svínaræktarfélag Íslands og Félag kjúklingabænda hafa sent Sigurði Inga Jóhannssyni landbúnaðarráðherra vegna yfirstandandi verkfalls dýralækna innan BHM.Segja fjöldagjaldþrot blasa við Verkfall dýralækna innan BHM hjá Matvælastofnun hófst þann 20. apríl síðastliðinn. Bændur segja það hafi haft mikil áhrif á stöðu alifugla- og svínabænda þar sem slátrun hefur stöðvast í verkfallinu. „Er staðan orðin þannig að algjört neyðarástand ríkir á mörgum búum. Velferð dýra er alvarlega ógnað en einnig stefnir í fjöldagjaldþrot í þessum búgreinum.Ekki hafa verið veittar undanþágur af hálfu dýralækna til slátrunar og sölu sem þýðir að búin hafa ekki tekjur til að sinna bústofni sínum.“Segjast ekki geta farið að lögum um dýravelferð Í bréfinu segir jafnframt að stjórnvöld hafi lagt ríkar skyldur á herðar bænda að gæta velferð dýra. „Við núverandi aðstæður er hins vegar ljóst að þeir geta engan veginn staðið undir þeim skyldum vegna verkfallsins. Landbúnaðarráðherra ber ábyrgð á framkvæmd þeirra laga sem bændum ber að starfa eftir og tryggja eðlilegt starfsumhverfi þeirra, en jafnframt velferð dýranna.“ „Í því ljósi gera Bændasamtök Íslands, Svínaræktarfélag Íslands og Félag kjúklingabænda annað hvort þá kröfu að landbúnaðarráðherra tryggi að dýralæknar verði við störf hjá Matvælastofnun í því skyni að bændum verði tryggð eðlileg starfsskilyrði og velferð dýra þeirra virt, eða að ríkið taki yfir þær skyldur sem kveðið er á um í lögum um velferð dýra og lagðar eru á bændur,“ segir í tilkynningunni. Í samtali við fréttastofu segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, þó að ekki sé beinlínis verið að fara fram á að lög verði sett á verkfallið. „Við erum einfaldlega að segja þeim að þetta er óásættanlegt og það verði að finna leiðir til að tryggja slátrun,“ segir Sindri. „Það er þeirra að finna út úr því hver sú leið er.“ Þá er í bréfinu bent á að sláturleyfishafar greiði til ríkisins eftirlitsgjald sem tryggja eigi ákveðna lögbundna þjónustu. „Sú þjónusta hefur ekki verið veitt á meðan verkfallinu hefur staðið. Bændasamtökin, Svínaræktarfélagið og Félag kjúklingabænda vill þá taka fram að ef aflífa þarf bústofn þá sé það hlutverk stjórnvalda að framkvæma það en ekki bænda.“
Verkfall 2016 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira