Erlent

Eitrað skolpvatn lak út í Animas-ána í Bandaríkjunum

Atli Ísleifsson skrifar
Mælingar benda til að á tímabili hafi blý mælst 12 þúsund sinnum hærra í ánni en leyfilegt er.
Mælingar benda til að á tímabili hafi blý mælst 12 þúsund sinnum hærra í ánni en leyfilegt er. Vísir/AFP
Susana Martinez, ríkisstjóri Nýju-Mexíkó, hefur harðlega gangrýnt Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna (EPA) fyrir að hafa fyrir slysni sleppt um fjórum milljónum lítra af appelsínugulu, eitruðu skolpvatni út í ána Animas.

Martinez segist fara fram á að stofnunin beiti sömu viðurlögum eins og ef um einkafyrirtæki hefði verið að ræða. „Ímyndið ykkur hvað myndi gerast ef einkafyrirtæki hefði valdið lekanum,“ sagði Martinez í samtali við fjölmiðla.

Þrátt fyrir að appelsínuguli liturinn hafi farið fölnandi síðustu daga þá telja sérfræðingar að lekinn komi til með að hafa áhrif á heilsu fólks og lífríki á næstu árum. Blý og kvikasilfur voru á meðal þeirra efna sem láku út í ána.

Mælingar benda til þess að á tímabili hafi magn blýs mælst 12 þúsund sinnum hærra í ánni en leyfilegt er. Er þar miðað við viðmiðunarmörk Umhverfisverndarstofnunarinnar sjálfrar.

The photo that has defined the Animas River disaster has been shared around the world via television, social media and...

Posted by The Durango Herald on Monday, 10 August 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×