Ólafur Ragnar sæmdur heiðurverðlaunum Vestnorræna ráðsins Atli Ísleifsson skrifar 11. ágúst 2015 10:34 Forseti flytur ávarp í hátíðarkvöldverði í Runavik. Við borðið sitja m.a. Kim Kielsen formaður grænlensku landstjórnarinnar, Kai Leo Holm Johannesen lögmaður Færeyja og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Mynd/Forsetaembættið Ólafur Ragnar Grímsson var sæmdur heiðursverðlaunum Vestnorræna ráðsins við hátíðlega athöfn sem fram fór í Runavik í Færeyjum í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðið veitir slík verðlaun, en Vestnorræna ráðið er samstarfsvettvangur þjóðþinga Færeyja, Grænlands og Íslands. Í tilkynningu frá forsetaembættinu kemur fram að í umsögn ráðsins komi fram að forseta Íslands séu veitt verðlaunin fyrir að efla sess vestnorrænu þjóðanna á alþjóðavettvangi og kynna um áraraðir málstað þeirra í viðræðum við erlenda þjóðhöfðingja og forystumenn ríkisstjórna, atvinnulífs og vísinda, einkum þar sem framtíð Norðurslóða er á dagskrá.Áréttaði vaxandi mikilvægi norðurslóða „Vestnorræna ráðið færir forsetanum sérstakar þakkir og sæmir hann verðlaununum á 30 ára afmæli samvinnu þjóðþinga Færeyinga, Grænlendinga og Íslendinga. Athöfnin fór fram að loknum hátíðarkvöldverði sem lögmaður Færeyja Kaj Leo Holm Johannesen hélt til heiðurs forseta Íslands og Vestnorræna ráðinu í tengslum við þing ráðsins sem haldið er í Færeyjum í dag, 11. ágúst 2015. Í stuttu ávarpi þakkaði forseti þennan heiður og áréttaði hina nýju stöðu sem vaxandi mikilvægi Norðurslóða hefði skapað Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. Vinátta hinna vestnorrænu þjóða ætti sér djúpar rætur í sögu þeirra, lífsreynslu og menningu. Samvinna þeirra væri enn mikilvægari nú þegar öll helstu forysturíki í efnahagslífi Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku stefndu að auknum áhrifum á Norðurslóðum. Sú samvinna sem fyrir þrjátíu árum hefði fyrst og fremst verið í þágu þjóðanna sjálfra hefði nú öðlast nýtt gildi á alþjóðavettvangi. Forseti Íslands mun í dag, þriðjudaginn 11. ágúst, flytja sérstaka hátíðarræðu á afmælisþingi Vestnorræna ráðsins í Færeyjum en það sitja þingmenn frá þjóðunum þremur ásamt Kaj Leo Holm Johannesen lögmanni Færeyja, Kim Kielsen formanni landstjórnar Grænlands og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra Íslands,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson var sæmdur heiðursverðlaunum Vestnorræna ráðsins við hátíðlega athöfn sem fram fór í Runavik í Færeyjum í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðið veitir slík verðlaun, en Vestnorræna ráðið er samstarfsvettvangur þjóðþinga Færeyja, Grænlands og Íslands. Í tilkynningu frá forsetaembættinu kemur fram að í umsögn ráðsins komi fram að forseta Íslands séu veitt verðlaunin fyrir að efla sess vestnorrænu þjóðanna á alþjóðavettvangi og kynna um áraraðir málstað þeirra í viðræðum við erlenda þjóðhöfðingja og forystumenn ríkisstjórna, atvinnulífs og vísinda, einkum þar sem framtíð Norðurslóða er á dagskrá.Áréttaði vaxandi mikilvægi norðurslóða „Vestnorræna ráðið færir forsetanum sérstakar þakkir og sæmir hann verðlaununum á 30 ára afmæli samvinnu þjóðþinga Færeyinga, Grænlendinga og Íslendinga. Athöfnin fór fram að loknum hátíðarkvöldverði sem lögmaður Færeyja Kaj Leo Holm Johannesen hélt til heiðurs forseta Íslands og Vestnorræna ráðinu í tengslum við þing ráðsins sem haldið er í Færeyjum í dag, 11. ágúst 2015. Í stuttu ávarpi þakkaði forseti þennan heiður og áréttaði hina nýju stöðu sem vaxandi mikilvægi Norðurslóða hefði skapað Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. Vinátta hinna vestnorrænu þjóða ætti sér djúpar rætur í sögu þeirra, lífsreynslu og menningu. Samvinna þeirra væri enn mikilvægari nú þegar öll helstu forysturíki í efnahagslífi Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku stefndu að auknum áhrifum á Norðurslóðum. Sú samvinna sem fyrir þrjátíu árum hefði fyrst og fremst verið í þágu þjóðanna sjálfra hefði nú öðlast nýtt gildi á alþjóðavettvangi. Forseti Íslands mun í dag, þriðjudaginn 11. ágúst, flytja sérstaka hátíðarræðu á afmælisþingi Vestnorræna ráðsins í Færeyjum en það sitja þingmenn frá þjóðunum þremur ásamt Kaj Leo Holm Johannesen lögmanni Færeyja, Kim Kielsen formanni landstjórnar Grænlands og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra Íslands,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira