Erlent

Krefjast samkynja hjónavígslna

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Þessi mótmælandi var einn fjölmargra sem hvöttu stjórnmálamenn til að samþykkja lögin.
Þessi mótmælandi var einn fjölmargra sem hvöttu stjórnmálamenn til að samþykkja lögin. Fréttablaðið/AFP
Þúsundir manna gengu fylktu liði um margar borgir Ástralíu um helgina til að krefjast þess að lög um að leyfa hjónabönd samkynja fólks nái fram að ganga á ástralska þinginu.

Þingmenn úr Frjálslynda flokknum, sem er stjórnarflokkurinn í Ástralíu, ásamt þingmönnum í Verkamannaflokknum, sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, munu freista þess að koma málinu á dagskrá þingsins á næstu dögum.

Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, hefur ætíð verið mótfallinn hjónaböndum samkynja fólks en hann hefur gert lítið úr þverpólitísku útspili fyrrnefndra þingmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×