Swansea tók útskýringar Gylfa gildar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. nóvember 2015 10:30 Gylfi Þór og Garry Monk. Vísir/Samsett mynd/Getty Ummæli sem Gylfi Þór Sigurðsson lét falla í viðtali við Fótbolta.net vöktu í gær athygli enskra fjölmiðla og eru nú komin á borð lögfræðinga Swansea, liðs hans í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi sagði að hann hefði ekkert heyrt frá Garry Monk, stjóra Swansea, um hvort að stjórinn hefði einhverjar óskir um hversu mikið hann spili með íslenska landsliðinu í vináttuleikjunum við Pólland og Slóvakíu, enda væri það þjálfara íslenska landsliðsins að ákveða það. Enn fremur sagði Gylfi að Monk ræddi lítið við leikmenn. „Þegar við fórum áfram sendi hann ekki einu sinni leikmönnum frá Wales og Íslandi sms til að segja til hamingju. Ég hef ekkert heyrt í honum. Það er undir Lars og Heimi hvað ég spila mikið," sagði Gylfi í viðtalinu. Þessi ummæli Gylfa voru tekin upp í fjölmiðlum í Bretlandi, bæði í Wales og á vefsíðum enskra dagblaða, svo sem Daily Mail.Wales Online fjallaði svo um málið í gær og hafði eftir talsmanni félagsins að félagið hefði haft samband við Gylfa vegna málsins og að það hefði tekið útskýringar hans gildar. Sjálfur sendi Gylfi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann útskýrir ummæli sín frekar. „Það skiptir líka engu máli hvort ég hafi fengið SMS frá Gary Monk eða ekki með hamingjuóskum, því hann óskaði okkur auðvitað til hamingju þegar við mættum til æfinga eftir leikina við Holland og Kasakstan,“ sagði Gylfi meðala annars en yfirlýsinguna alla má lesa á Fótbolta.net. „Ég bara kom því sem ég ætlaði að segja ekki nógu vel frá mér í þessu viðtali og úr því varð þessi leiðinlegi misskilningur. [...] samband mitt við Monk er gott,“ sagði í yfirlýsingu Gylfa. Talsmaður Swansea segir ummælin og hvernig þau voru túlkuð í enskum fjölmiðlum séu nú á borði lögfræðinga félagsins. „Það er líka alveg ljóst að Garry Monk óskar hverjum einasta landsliðsmanni sem kemst á stórmót til hamingju. Skiptir engu máli um hvaða mót ræðir eða með hvaða landsliði hann spilar. Að gefa annað í skyn er rangt.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Sjá meira
Ummæli sem Gylfi Þór Sigurðsson lét falla í viðtali við Fótbolta.net vöktu í gær athygli enskra fjölmiðla og eru nú komin á borð lögfræðinga Swansea, liðs hans í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi sagði að hann hefði ekkert heyrt frá Garry Monk, stjóra Swansea, um hvort að stjórinn hefði einhverjar óskir um hversu mikið hann spili með íslenska landsliðinu í vináttuleikjunum við Pólland og Slóvakíu, enda væri það þjálfara íslenska landsliðsins að ákveða það. Enn fremur sagði Gylfi að Monk ræddi lítið við leikmenn. „Þegar við fórum áfram sendi hann ekki einu sinni leikmönnum frá Wales og Íslandi sms til að segja til hamingju. Ég hef ekkert heyrt í honum. Það er undir Lars og Heimi hvað ég spila mikið," sagði Gylfi í viðtalinu. Þessi ummæli Gylfa voru tekin upp í fjölmiðlum í Bretlandi, bæði í Wales og á vefsíðum enskra dagblaða, svo sem Daily Mail.Wales Online fjallaði svo um málið í gær og hafði eftir talsmanni félagsins að félagið hefði haft samband við Gylfa vegna málsins og að það hefði tekið útskýringar hans gildar. Sjálfur sendi Gylfi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann útskýrir ummæli sín frekar. „Það skiptir líka engu máli hvort ég hafi fengið SMS frá Gary Monk eða ekki með hamingjuóskum, því hann óskaði okkur auðvitað til hamingju þegar við mættum til æfinga eftir leikina við Holland og Kasakstan,“ sagði Gylfi meðala annars en yfirlýsinguna alla má lesa á Fótbolta.net. „Ég bara kom því sem ég ætlaði að segja ekki nógu vel frá mér í þessu viðtali og úr því varð þessi leiðinlegi misskilningur. [...] samband mitt við Monk er gott,“ sagði í yfirlýsingu Gylfa. Talsmaður Swansea segir ummælin og hvernig þau voru túlkuð í enskum fjölmiðlum séu nú á borði lögfræðinga félagsins. „Það er líka alveg ljóst að Garry Monk óskar hverjum einasta landsliðsmanni sem kemst á stórmót til hamingju. Skiptir engu máli um hvaða mót ræðir eða með hvaða landsliði hann spilar. Að gefa annað í skyn er rangt.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Sjá meira