Grímsey komin í var Sveinn Arnarson skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Gripið verður til margvíslegra aðgerða svo byggð haldist í Grímsey. Þetta samþykkti ríkisstjórn Íslands á fundi sínum í gær. Fréttablaðið/Pjetur Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í gær margþættar aðgerðir til að bjarga byggð í Grímsey. Byggðalaginu verði gefinn aukinn kvóti frá ríkinu, samgöngur bættar til og frá eynni og endurmetinn verði kostnaður við húshitun í eynni. Hinn 20. ágúst sl. samþykkti ríkisstjórn Íslands, að tillögu forsætisráðherra, að setja á laggirnar vinnuhóp til að skoða stöðu Grímseyjar. Hún komst að þeirri niðurstöðu að mikilvægt væri að Íslandsbanki, Akureyrarkaupstaður, Byggðastofnun og ríkissjóður kæmu að sameiginlegri lausn. Lagði vinnuhópurinn til aðgerðir sem myndu kosta um 500 milljónir króna árlega. „Ég hef trú á að með þessum aðgerðum sem nú liggja fyrir og byggja að talsverðu leyti á tillögum heimamanna verði unnt að styðja við áframhaldandi búsetu í þessari nyrstu byggð landsins. Sérstaða eyjunnar er óumdeild.“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í tilkynningu.Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður Bæjarráðs AkureyrarBæjarstjórn Akureyrar fagnar þeirri niðurstöðu Ríkisstjórnar að grípa til aðgerða í því skyni að treysta áframhaldandi byggð í Grímsey. Í bókun sem bæjarstjórn samþykkti í gær kemur fram að mikilvægt se´að allir hjálpist að til að viðhalda byggðinni. „Akureyringar hafa lagt áherslu á að ríkið komi að málum ásamt sveitarfélaginu til að styrkja forsendur búsetu í Grímsey og hefur jákvæð niðurstaða nú fengist í málið. Sérstaða byggðar í Grímsey er óumdeild og því brýnt að allir leggist á árarnar til að skjóta styrkum stoðum undir búsetu þar til frambúðar eins og Ríkisstjórn Íslands hefur nú ákveðið að gera,“ segir í ályktun bæjarstjórnar Akureyrar. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarkaupstaðar, segir gleðiefni að ríkisstjórn hafi tekið þessa ákvörðun. „Þetta er gleðidagur fyrir okkur Akureyringa að ríkisstjórn hafi ákveðið að ganga til verka við að viðhalda byggð í Grímsey. Við höfum alltaf sagt að það þurfi samstillt átak til að ná lendingu í málinu,“ segir Guðmundur Baldvin. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í gær margþættar aðgerðir til að bjarga byggð í Grímsey. Byggðalaginu verði gefinn aukinn kvóti frá ríkinu, samgöngur bættar til og frá eynni og endurmetinn verði kostnaður við húshitun í eynni. Hinn 20. ágúst sl. samþykkti ríkisstjórn Íslands, að tillögu forsætisráðherra, að setja á laggirnar vinnuhóp til að skoða stöðu Grímseyjar. Hún komst að þeirri niðurstöðu að mikilvægt væri að Íslandsbanki, Akureyrarkaupstaður, Byggðastofnun og ríkissjóður kæmu að sameiginlegri lausn. Lagði vinnuhópurinn til aðgerðir sem myndu kosta um 500 milljónir króna árlega. „Ég hef trú á að með þessum aðgerðum sem nú liggja fyrir og byggja að talsverðu leyti á tillögum heimamanna verði unnt að styðja við áframhaldandi búsetu í þessari nyrstu byggð landsins. Sérstaða eyjunnar er óumdeild.“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í tilkynningu.Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður Bæjarráðs AkureyrarBæjarstjórn Akureyrar fagnar þeirri niðurstöðu Ríkisstjórnar að grípa til aðgerða í því skyni að treysta áframhaldandi byggð í Grímsey. Í bókun sem bæjarstjórn samþykkti í gær kemur fram að mikilvægt se´að allir hjálpist að til að viðhalda byggðinni. „Akureyringar hafa lagt áherslu á að ríkið komi að málum ásamt sveitarfélaginu til að styrkja forsendur búsetu í Grímsey og hefur jákvæð niðurstaða nú fengist í málið. Sérstaða byggðar í Grímsey er óumdeild og því brýnt að allir leggist á árarnar til að skjóta styrkum stoðum undir búsetu þar til frambúðar eins og Ríkisstjórn Íslands hefur nú ákveðið að gera,“ segir í ályktun bæjarstjórnar Akureyrar. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarkaupstaðar, segir gleðiefni að ríkisstjórn hafi tekið þessa ákvörðun. „Þetta er gleðidagur fyrir okkur Akureyringa að ríkisstjórn hafi ákveðið að ganga til verka við að viðhalda byggð í Grímsey. Við höfum alltaf sagt að það þurfi samstillt átak til að ná lendingu í málinu,“ segir Guðmundur Baldvin.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira