Grímsey komin í var Sveinn Arnarson skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Gripið verður til margvíslegra aðgerða svo byggð haldist í Grímsey. Þetta samþykkti ríkisstjórn Íslands á fundi sínum í gær. Fréttablaðið/Pjetur Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í gær margþættar aðgerðir til að bjarga byggð í Grímsey. Byggðalaginu verði gefinn aukinn kvóti frá ríkinu, samgöngur bættar til og frá eynni og endurmetinn verði kostnaður við húshitun í eynni. Hinn 20. ágúst sl. samþykkti ríkisstjórn Íslands, að tillögu forsætisráðherra, að setja á laggirnar vinnuhóp til að skoða stöðu Grímseyjar. Hún komst að þeirri niðurstöðu að mikilvægt væri að Íslandsbanki, Akureyrarkaupstaður, Byggðastofnun og ríkissjóður kæmu að sameiginlegri lausn. Lagði vinnuhópurinn til aðgerðir sem myndu kosta um 500 milljónir króna árlega. „Ég hef trú á að með þessum aðgerðum sem nú liggja fyrir og byggja að talsverðu leyti á tillögum heimamanna verði unnt að styðja við áframhaldandi búsetu í þessari nyrstu byggð landsins. Sérstaða eyjunnar er óumdeild.“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í tilkynningu.Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður Bæjarráðs AkureyrarBæjarstjórn Akureyrar fagnar þeirri niðurstöðu Ríkisstjórnar að grípa til aðgerða í því skyni að treysta áframhaldandi byggð í Grímsey. Í bókun sem bæjarstjórn samþykkti í gær kemur fram að mikilvægt se´að allir hjálpist að til að viðhalda byggðinni. „Akureyringar hafa lagt áherslu á að ríkið komi að málum ásamt sveitarfélaginu til að styrkja forsendur búsetu í Grímsey og hefur jákvæð niðurstaða nú fengist í málið. Sérstaða byggðar í Grímsey er óumdeild og því brýnt að allir leggist á árarnar til að skjóta styrkum stoðum undir búsetu þar til frambúðar eins og Ríkisstjórn Íslands hefur nú ákveðið að gera,“ segir í ályktun bæjarstjórnar Akureyrar. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarkaupstaðar, segir gleðiefni að ríkisstjórn hafi tekið þessa ákvörðun. „Þetta er gleðidagur fyrir okkur Akureyringa að ríkisstjórn hafi ákveðið að ganga til verka við að viðhalda byggð í Grímsey. Við höfum alltaf sagt að það þurfi samstillt átak til að ná lendingu í málinu,“ segir Guðmundur Baldvin. Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í gær margþættar aðgerðir til að bjarga byggð í Grímsey. Byggðalaginu verði gefinn aukinn kvóti frá ríkinu, samgöngur bættar til og frá eynni og endurmetinn verði kostnaður við húshitun í eynni. Hinn 20. ágúst sl. samþykkti ríkisstjórn Íslands, að tillögu forsætisráðherra, að setja á laggirnar vinnuhóp til að skoða stöðu Grímseyjar. Hún komst að þeirri niðurstöðu að mikilvægt væri að Íslandsbanki, Akureyrarkaupstaður, Byggðastofnun og ríkissjóður kæmu að sameiginlegri lausn. Lagði vinnuhópurinn til aðgerðir sem myndu kosta um 500 milljónir króna árlega. „Ég hef trú á að með þessum aðgerðum sem nú liggja fyrir og byggja að talsverðu leyti á tillögum heimamanna verði unnt að styðja við áframhaldandi búsetu í þessari nyrstu byggð landsins. Sérstaða eyjunnar er óumdeild.“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í tilkynningu.Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður Bæjarráðs AkureyrarBæjarstjórn Akureyrar fagnar þeirri niðurstöðu Ríkisstjórnar að grípa til aðgerða í því skyni að treysta áframhaldandi byggð í Grímsey. Í bókun sem bæjarstjórn samþykkti í gær kemur fram að mikilvægt se´að allir hjálpist að til að viðhalda byggðinni. „Akureyringar hafa lagt áherslu á að ríkið komi að málum ásamt sveitarfélaginu til að styrkja forsendur búsetu í Grímsey og hefur jákvæð niðurstaða nú fengist í málið. Sérstaða byggðar í Grímsey er óumdeild og því brýnt að allir leggist á árarnar til að skjóta styrkum stoðum undir búsetu þar til frambúðar eins og Ríkisstjórn Íslands hefur nú ákveðið að gera,“ segir í ályktun bæjarstjórnar Akureyrar. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarkaupstaðar, segir gleðiefni að ríkisstjórn hafi tekið þessa ákvörðun. „Þetta er gleðidagur fyrir okkur Akureyringa að ríkisstjórn hafi ákveðið að ganga til verka við að viðhalda byggð í Grímsey. Við höfum alltaf sagt að það þurfi samstillt átak til að ná lendingu í málinu,“ segir Guðmundur Baldvin.
Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira