Erlent

Svíar sækja flóttamenn til Danmerkur á einkabílum

Atli Ísleifsson skrifar
Talsmaður lestarfélagsins DSB segir að lestarsamgöngur milli Danmerkur og Þýskalands verða komnar í eðlilegt horf síðar í dag, í það minnsta í Padborg á Jótlandi.
Talsmaður lestarfélagsins DSB segir að lestarsamgöngur milli Danmerkur og Þýskalands verða komnar í eðlilegt horf síðar í dag, í það minnsta í Padborg á Jótlandi. Vísir/AFP
Um 240 flóttamenn sem voru fastir í þremur lestum sem höfðu verið  stöðvaðar í danska hafnarbænum Rödby fengu að yfirgefa þær seint í gærkvöldi. Nokkrir Svíar höfðu þá ekið yfir Eyrarsundsbrúna til að flytja þá yfir til Svíþjóðar.

Danska lögreglan lokaði vegum og stöðvaði lestarumferð á landamærum Danmerkur og Þýskalands í gær til að hindra för flóttafólks í gegnum landið til Svíþjóðar.

Flóttafólkinu hafði upphaflega neitað að yfirgefa lestirnar þar sem það vildi ekki verða skráð í Danmörku og vildu flestir halda för sinni áfram til Svíþjóðar, Finnlands eða Noregs.

Í fyrstu var óljóst hvernig dönsk lögregla hugðist bregðast við en að lokum var flóttafólkinu leyft að fara á brott í einkabílunum.

Einhverjir keyrðu að aðallestarstöðinni í Kaupmannahöfn á meðal aðrir keyrðu yfir Eyrarsundsbrúna til Malmö. Lögregla á Skáni stöðvaði tvo bíla og hafa þrír nú verið kallaðir til yfirheyrslu vegna gruns um að hafa smyglað fólki til landsins.

Talsmaður lestarfélagsins DSB segir að lestarsamgöngur milli Danmerkur og Þýskalands verði komnar í eðlilegt horf síðar í dag, í það minnsta á Jótlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×