Dansar á mörkum málverka og skúlptúra Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. febrúar 2015 13:00 "Yfirleitt geri ég allt abstrakt en margir sjá eitthvað hlutbundið út úr því,“ segir Logi. „Þetta er málverkasýning, sett fram á annan hátt en algengast er því sumt er þar á mörkum málverka og skúlptúra,“ segir Logi Bjarnason sem opnar sýningu í Hallsteinssal í Safnahúsi Borgarfjarðar á laugardaginn milli 13 og 16. „Ég leik mér svolítið með hugtökin skúlptúr, málverk, gjörningur og líka með hið hlutbundna og óhlutbundna. Yfirleitt geri ég allt abstrakt en margir sjá eitthvað hlutbundið út úr því eða tengja við eitthvað sem þeim finnst kunnuglegt,“ heldur hann áfram. „Ég lærði ýmsar tilraunakenndar aðferðir úti í Þýskalandi svo ég hef tileinkað mér ýmsa tækni. Samt er ég málari í grunninn.“Skúlptúr gerður eftir hlaupaleiðunum í Borgarnesi.Logi er úr Borgarnesi, býst hann við að Borgnesingar geti tengt sig við eitthvað á sýningunni? „Já, örugglega. Einn skúlptúrinn er til dæmis gerður eftir hlaupaleiðunum í bænum.“ Eftir nám við Myndlistarskólann í Reykjavík, Listaháskólann og Städelschule í Frankfurt er Logi sestur að í Reykjavík og er meðal þeirra sem á verk á sýningunni Nýmálað 1 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Skyldi hann sitja mikið á kaffihúsum? „Já, ég geri það,“ svarar hann hlæjandi. „Ég er einn af þessum lattelepjandi.“ Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta er málverkasýning, sett fram á annan hátt en algengast er því sumt er þar á mörkum málverka og skúlptúra,“ segir Logi Bjarnason sem opnar sýningu í Hallsteinssal í Safnahúsi Borgarfjarðar á laugardaginn milli 13 og 16. „Ég leik mér svolítið með hugtökin skúlptúr, málverk, gjörningur og líka með hið hlutbundna og óhlutbundna. Yfirleitt geri ég allt abstrakt en margir sjá eitthvað hlutbundið út úr því eða tengja við eitthvað sem þeim finnst kunnuglegt,“ heldur hann áfram. „Ég lærði ýmsar tilraunakenndar aðferðir úti í Þýskalandi svo ég hef tileinkað mér ýmsa tækni. Samt er ég málari í grunninn.“Skúlptúr gerður eftir hlaupaleiðunum í Borgarnesi.Logi er úr Borgarnesi, býst hann við að Borgnesingar geti tengt sig við eitthvað á sýningunni? „Já, örugglega. Einn skúlptúrinn er til dæmis gerður eftir hlaupaleiðunum í bænum.“ Eftir nám við Myndlistarskólann í Reykjavík, Listaháskólann og Städelschule í Frankfurt er Logi sestur að í Reykjavík og er meðal þeirra sem á verk á sýningunni Nýmálað 1 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Skyldi hann sitja mikið á kaffihúsum? „Já, ég geri það,“ svarar hann hlæjandi. „Ég er einn af þessum lattelepjandi.“
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira