Lífið

Eitthvað er að fæðast

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Leaves heldur tónleika á Húrra í kvöld, sveitin er nýkomin úr tveggja vikna tónleikaferð um Kína.
Leaves heldur tónleika á Húrra í kvöld, sveitin er nýkomin úr tveggja vikna tónleikaferð um Kína. Mynd/MattEisman
Hljómsveitin Leaves er nýkomin úr tveggja vikna tónleikaferðalagi um Kína sem hún lýkur á Íslandi.

„Okkur langaði, fyrst við erum búnir að æfa upp flott prógramm, að spila hérna fyrir Íslendinga, og Kínverja á Íslandi auðvitað,“ segir Arnar Guðjónsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar hress.

„Það er eitthvað byrjað að fæðast,“ segir Arnar þegar hann er spurður að því hvað sé næst á dagskránni hjá hljómsveitinni.

„Við erum bara mjög spenntir, komnir með nokkur lög og farnir að leita í nýjar áttir eins og við höfum verið að gera með allar plötur.“

Tónleikaferðalagið gekk vel og Arnar og hljómsveitarfélagar hans eru hrifnir af Kína. „Það var stórkostlegt. Það er alveg rosalega gaman að spila fyrir Kínverjana, þeir eru frábærir áheyrendur.“ Ferðalagið stóð yfir í um tvær vikur og spilaði Leaves í sex borgum og mikla ánægju höfðu þeir af matnum sem var á boðstólum.

„Það var veisla á hverjum degi, margrétta veisla og mikið borðað af „dumplings“,“ segir hann og bætir við að það sé aldrei að vita nema gæta megi einhverra Kína-áhrifa í nýja efninu.

Húsið verður opnað klukkan átta og tónleikarnir hefjast skömmu eftir klukkan níu í kvöld á skemmtistaðnum Húrra. Miðaverð er 2.000 krónur eða 95 júan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×