Erlent

Katar sendir herlið til Jemen

Atli Ísleifsson skrifar
Sextíu hermenn úr bandalagi arabaríkja féllu í loftárásum Húta á herstöðina í Marib í síðustu viku.
Sextíu hermenn úr bandalagi arabaríkja féllu í loftárásum Húta á herstöðina í Marib í síðustu viku. Vísir/AFP
Stjórnvöld í Katar hafa nú í fyrsta sinn sent herlið til Jemen. Katarar bætast þar með í hóp þeirra arabaríkja sem stríða gegn Hútum sem hafa náð stórum landsvæðum í Jemen á sitt vald.

Í frétt BBC kemur fram að um þúsund hermenn hafi verið sendir til Marib-héraðs í Jemen, auk brynvarinna bíla og þyrla.

Sextíu hermenn úr bandalagi arabaríkja féllu í loftárásum Húta á herstöðina í Marib í síðustu viku - 45 hermenn frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, tíu Sádar og fimm frá Barein.

Sameinuðu þjóðirnar áætla um 4.500 manns, þar af rúmlega tvö þúsund óbreyttir borgarar, hafi fallið í átökum frá því að bandalag arabaríkja hófu hernað gegn Hútum í Jemen í mars síðastliðinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×