Stenson og Fowler efstir fyrir lokahringinn á TPC Boston 7. september 2015 11:00 Stenson fagnar frábærum erni á þriðja hring. Getty Það vantar ekki spennuna fyrir lokahringinn á Deutsche Bank meistaramótinu sem fram fer á TBC Boston vellinum ef þegar 18 holur eru óleiknar leiðir fyrrum besti kylfingur heims, Svíinn Henrik Stenson, með einu höggi. Stenson lék frábært golf á þriðja hring í gær og kom inn á 65 höggum eða sex undir pari en hann er á 14 höggum undir pari samtals. Hinn geysivinsæli Rickie Fowler er þó aðeins einu höggi á eftir Stenson á 13 undir pari en Sean Ohair og Matt Jones deila þriðja sætinu á 12 höggum undir pari. Charley Hoffman, sem leiddi mótið eftir tvo hringi, spilaði sig úr toppbaráttunni á þriðja hring sem hann lék á 76 höggum eða fimm yfir pari. Hann er þó í aðeins skárri málum en besti kylfingur heims, Rory McIlroy, en hann er meðal neðstu manna af þeim sem komust í gegn um niðurskurðinn á tveimur yfir pari. Á morgun kemur í ljós hvaða 70 kylfingar fá þátttökurétt á BMW meistaramótinu í næstu viku en þar heldur úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar áfram þar sem leikið er um marga milljarða króna í verðlaunafé.Bein útsending frá lokahringnum á TPC Boston hefst á Golfstöðinni klukkan 15:30 í dag. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það vantar ekki spennuna fyrir lokahringinn á Deutsche Bank meistaramótinu sem fram fer á TBC Boston vellinum ef þegar 18 holur eru óleiknar leiðir fyrrum besti kylfingur heims, Svíinn Henrik Stenson, með einu höggi. Stenson lék frábært golf á þriðja hring í gær og kom inn á 65 höggum eða sex undir pari en hann er á 14 höggum undir pari samtals. Hinn geysivinsæli Rickie Fowler er þó aðeins einu höggi á eftir Stenson á 13 undir pari en Sean Ohair og Matt Jones deila þriðja sætinu á 12 höggum undir pari. Charley Hoffman, sem leiddi mótið eftir tvo hringi, spilaði sig úr toppbaráttunni á þriðja hring sem hann lék á 76 höggum eða fimm yfir pari. Hann er þó í aðeins skárri málum en besti kylfingur heims, Rory McIlroy, en hann er meðal neðstu manna af þeim sem komust í gegn um niðurskurðinn á tveimur yfir pari. Á morgun kemur í ljós hvaða 70 kylfingar fá þátttökurétt á BMW meistaramótinu í næstu viku en þar heldur úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar áfram þar sem leikið er um marga milljarða króna í verðlaunafé.Bein útsending frá lokahringnum á TPC Boston hefst á Golfstöðinni klukkan 15:30 í dag.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira