Hundrað þúsund manns á flótta Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. apríl 2015 07:00 Vatnsskortur er tekinn að gera vart við sig í Sana. Vísir/EPA Alvarlegur flóttamannavandi hefur skapast hratt í Jemen eftir að Sádi-Arabar og bandamenn þeirra hófu loftárásir á uppreisnarmenn þar. Að sögn UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, hafa 100 þúsund manns flúið heimili sín þennan hálfa mánuð sem liðinn er frá því árásirnar hófust. Meira en 500 manns hafa látið lífið, þar af að minnsta kosti 74 börn. Auk þess hafa að minnsta kosti 44 börn orðið fyrir limlestingum vegna árásanna. „Þetta eru tölur byggðar á hófsömu mati og UNICEF telur að heildarfjöldi látinna barna sé miklu meiri,“ segir í tilkynningu frá UNICEF. „Börn eru að gjalda óþolandi verð fyrir þessi átök,“ sagði Julien Harneis, fulltrúi UNICEF gagnvart Jemen, þar sem hann ræddi við fjölmiðla í Amman í Jórdaníu. „Það er verið að drepa þau, limlesta og hrekja þau að heiman, heilsu þeirra er stefnt í voða og skólagöngu þeirra raskað.“ Þá segir Robert Ghosen, yfirmaður Alþjóðanefndar Rauða krossins, í viðtali við breska útvarpið BBC að átökin hafi gert hafnarborgina Aden að sannkallaðri draugaborg. Uppreisnarmenn úr röðum húta berjist þar við hersveitir hliðhollar stjórn landsins, en sprengjur frá loftárásarliðinu hafi fallið í gríð og erg á uppreisnarsveitirnar. „Fólk sést hvergi, það er í felum“ hefur BBC eftir Ghosen. „Borgin er full af vopnuðu fólki úr ýmsum hópum sem eru að berjast. Þetta er stór borg en ekkert virkar.“ Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Alvarlegur flóttamannavandi hefur skapast hratt í Jemen eftir að Sádi-Arabar og bandamenn þeirra hófu loftárásir á uppreisnarmenn þar. Að sögn UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, hafa 100 þúsund manns flúið heimili sín þennan hálfa mánuð sem liðinn er frá því árásirnar hófust. Meira en 500 manns hafa látið lífið, þar af að minnsta kosti 74 börn. Auk þess hafa að minnsta kosti 44 börn orðið fyrir limlestingum vegna árásanna. „Þetta eru tölur byggðar á hófsömu mati og UNICEF telur að heildarfjöldi látinna barna sé miklu meiri,“ segir í tilkynningu frá UNICEF. „Börn eru að gjalda óþolandi verð fyrir þessi átök,“ sagði Julien Harneis, fulltrúi UNICEF gagnvart Jemen, þar sem hann ræddi við fjölmiðla í Amman í Jórdaníu. „Það er verið að drepa þau, limlesta og hrekja þau að heiman, heilsu þeirra er stefnt í voða og skólagöngu þeirra raskað.“ Þá segir Robert Ghosen, yfirmaður Alþjóðanefndar Rauða krossins, í viðtali við breska útvarpið BBC að átökin hafi gert hafnarborgina Aden að sannkallaðri draugaborg. Uppreisnarmenn úr röðum húta berjist þar við hersveitir hliðhollar stjórn landsins, en sprengjur frá loftárásarliðinu hafi fallið í gríð og erg á uppreisnarsveitirnar. „Fólk sést hvergi, það er í felum“ hefur BBC eftir Ghosen. „Borgin er full af vopnuðu fólki úr ýmsum hópum sem eru að berjast. Þetta er stór borg en ekkert virkar.“
Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira