Ferðamenn flýja Túnis í þúsundatali Heimir Már Pétursson skrifar 27. júní 2015 19:58 Fjöldamorðin í Túnis í gær þar sem hryðjuverkamaður skaut 39 manns til bana eru þau verstu í nútíma sögu landsins. Þúsundir ferðamanna hafa flúið Túnis eftir atburðina. ISIS birti mynd af morðingjanum, Saif Rezgui, á samfélagsmiðlum í dag. En sjónarvottar segja að hann hafi ekki skorið sig úr fjöldanum á ströndinni við hótelið í Sousse í gær klæddur stuttbuxum og bol. En hann hafi falið Kalashnikov hríðskotariffil sinn inni í sólhlíf. Skyndilega hóf hann að skjóta á alla í kring um sig á ströndinni og við hótelið og á aðeins fimm mínútum hafði hann myrt 39 manns og sært mikinn fjölda annara. Katarina ferðamaður frá Þýskalandi lýsir því hvernig Saif Rezgui blandaði sér í hóp ferðamanna á ströndinni en tók síðan skyndilega upp byssuna og fór að skjóta. Hún lýsir skelfingunni sem greip um sig og hvernig öryggisverðir skipuðu strandgestum að flýja til herbergja sinna og loka sig þar inni. „Ég var skelfingu lostin. Ég hugsaði til móður minnar sem var á sólbekk skammt frá mér. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera,“ segir Katarína ráðvillt. Þetta hafi verið eins og að vera skyndilega komin á vígstöðvarnar í stríði. Af þeim 39 sem létu lífið í árásinni voru að minnsta kosti átta Bretar en um 20 þúsund Bretar voru í Túnis á vegum ferðaskrifstofa þegar árásin var gerð. Mikill fjöldi þeirra yfirgaf landið strax í gærkvöldi og í dag og mikið hefur verið um afbókanir á ferðum til Túnis. En ferðamálaráðherra landsins segir það einmitt vera tilgang hryðjuverkamanna að rústa ferðaþjónustu landsins. David Cameron forsætisráðherra sagði í ávarpi í dag að breska þjóðin þyrfti að búa sig undir að enn fleiri Bretar ættu eftir að bætast í hóp fallinna. „Þarna voru saklausir ferðamenn að slappa af og njóta tímans með fjölskyldu og vinum. Rétt eins og fórnarlömb hryðjuverkanna í Frakklandi og Kúveit í gær stafaði ekki nokkur ógn af þessu fólki. Hryðjuverkamenn myrtu þetta fólk vegna þess að þeir þola ekki fólk og ríki sem styðja frið, umburðarlyndi og lýðræði hvar sem er í heiminum,“ sagði Cameron og hét því að árásir sem þessar myndu ekki buga íbúa Vesturlanda. Þvert á móti myndu þær sameina fólk gegn hryðjuverkum. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tugir látnir eftir árás á hótel í Túnis Árásarmenn hafa drepið að minnsta kosti 27 í árás á hótel í bænum Sousse. 26. júní 2015 12:32 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Fjöldamorðin í Túnis í gær þar sem hryðjuverkamaður skaut 39 manns til bana eru þau verstu í nútíma sögu landsins. Þúsundir ferðamanna hafa flúið Túnis eftir atburðina. ISIS birti mynd af morðingjanum, Saif Rezgui, á samfélagsmiðlum í dag. En sjónarvottar segja að hann hafi ekki skorið sig úr fjöldanum á ströndinni við hótelið í Sousse í gær klæddur stuttbuxum og bol. En hann hafi falið Kalashnikov hríðskotariffil sinn inni í sólhlíf. Skyndilega hóf hann að skjóta á alla í kring um sig á ströndinni og við hótelið og á aðeins fimm mínútum hafði hann myrt 39 manns og sært mikinn fjölda annara. Katarina ferðamaður frá Þýskalandi lýsir því hvernig Saif Rezgui blandaði sér í hóp ferðamanna á ströndinni en tók síðan skyndilega upp byssuna og fór að skjóta. Hún lýsir skelfingunni sem greip um sig og hvernig öryggisverðir skipuðu strandgestum að flýja til herbergja sinna og loka sig þar inni. „Ég var skelfingu lostin. Ég hugsaði til móður minnar sem var á sólbekk skammt frá mér. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera,“ segir Katarína ráðvillt. Þetta hafi verið eins og að vera skyndilega komin á vígstöðvarnar í stríði. Af þeim 39 sem létu lífið í árásinni voru að minnsta kosti átta Bretar en um 20 þúsund Bretar voru í Túnis á vegum ferðaskrifstofa þegar árásin var gerð. Mikill fjöldi þeirra yfirgaf landið strax í gærkvöldi og í dag og mikið hefur verið um afbókanir á ferðum til Túnis. En ferðamálaráðherra landsins segir það einmitt vera tilgang hryðjuverkamanna að rústa ferðaþjónustu landsins. David Cameron forsætisráðherra sagði í ávarpi í dag að breska þjóðin þyrfti að búa sig undir að enn fleiri Bretar ættu eftir að bætast í hóp fallinna. „Þarna voru saklausir ferðamenn að slappa af og njóta tímans með fjölskyldu og vinum. Rétt eins og fórnarlömb hryðjuverkanna í Frakklandi og Kúveit í gær stafaði ekki nokkur ógn af þessu fólki. Hryðjuverkamenn myrtu þetta fólk vegna þess að þeir þola ekki fólk og ríki sem styðja frið, umburðarlyndi og lýðræði hvar sem er í heiminum,“ sagði Cameron og hét því að árásir sem þessar myndu ekki buga íbúa Vesturlanda. Þvert á móti myndu þær sameina fólk gegn hryðjuverkum.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tugir látnir eftir árás á hótel í Túnis Árásarmenn hafa drepið að minnsta kosti 27 í árás á hótel í bænum Sousse. 26. júní 2015 12:32 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Tugir látnir eftir árás á hótel í Túnis Árásarmenn hafa drepið að minnsta kosti 27 í árás á hótel í bænum Sousse. 26. júní 2015 12:32