Umhyggja nýtur góðs af mislukkaðri spá lögreglumanns Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júní 2015 21:26 Sigvaldi er maður orða sinna og hyggst leggja í hann á föstudagsmorgun. VÍSIR/ „Markmiðin eru fyrst og fremst tvö; Að safna mikið af peningum og hafa gaman af þessu,” segir Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, sem hyggst á næstu dögum ganga rúma 370 kílómetra eftir að hafa tapað veðmáli í vor. Ferðina nýtir hann til að safna peningum fyrir Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum.Aðdragandi málsins er sá að Sigvaldi brá sér í gervi Nostradamusar í janúar síðastliðnum fyrir kosningarinnar um Íþróttamann ársins 2014. Klukkustund áður en kunngjört var að Jón Arnór Stefánsson varð fyrir valinu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna hét Sigvaldi því að hlaupa til Hofsóss myndi spá hans ekki rætast. Sigvaldi spáði því að Gylfi Þór Sigurðsson yrði íþróttamaður ársins, karlalandsliðið í fótbolta lið ársins og þjálfari Stjörnunnar í karlaknattspyrnu þjálfari ársins. Reyndar hafði Sigvaldi rétt fyrir sér í flokknum þjálfari ársins því Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, varð hlutskarpastur í kjörinu. Hins vegar var Jón Arnór sem fyrr segir kjörinn íþróttamaður ársins og karlalandsliðið í körfubolta lið ársins. „Hafi ég rangt fyrir mér skal ég hlaupa til Hofsóss næsta sumar,“ sagði Sigvaldi á Facebook-síðu sinni á sínum tíma og nú er komið að skuldadögum.Bíllinn sem mun fylgja Sigvalda á ferð hans yfir landið. Styrktarnúmerin þrjú má sjá hlið bílsins.MYND/FACEBOOKVonar að landsliðsstrákarnir hafi trú á sér Sigvaldi segist vera vel stemmdur fyrir gönguna en hann leggur af stað frá lögreglustöðinni í Keflavík klukkan níu á föstudagsmorgun. Leiðin sem hann leggur undir fót eru rétt rúmir 370 kílómetrar og hefur hann hugsað sér að þreyta gönguna á níu dögum. Þrátt fyrir að vera að eigin sögn „enginn hlaupari” segist Sigvaldi ekki kvíða því að ganga vegalengd sem nemur heilu maraþon-hlaupi á hverjum degi. „Síðastliðið hálft ár hef ég undirbúið mig með miklum og stífum æfingum í Sporthúsinu og eftir að það fór að vora hefur maður takið nokkra langa göngutúra. Svo hefur maður líka getað notað rólegar næturvaktir í vinnunni í undirbúninginn, það mætti segja að hlaupabrettið á lögreglustöðinni sé orðinn besti vinur manns,” segir Sigvaldi. Þrátt fyrir að „vera ekki búinn að kíkja í bókina nýlega“ segir Sigvaldi að peningasöfnunin gangi eins og í lygasögu. Margir hafi lýst miklum áhuga á verkefninu og látið fé af hendi rakna. Þá hafi fyrirtæki stutt dyggilega við bakið á honum, ýmist með því að útvega honum búnað til göngunnar sem og með kaupum á auglýsingum á bifreið sem kemur til með að fylgja Sigvalda alla 370 kílómetrana. Upplýsingar um Snapchat-reikning göngunnar.MYND/FACEBOOKAðspurður um hvort hann sé einhverju ragari við veðmál í dag segir hann svo ekki vera, þó svo að hann útiloki ekki að það verði komið annað hljóð í skrokkinn að göngunni liðinni. „Ég hafði einfaldlega mikla trú á Gylfa Þór og strákunum í landsliðinu á sínum tíma. Nú vona ég bara að þeir hafi trú á mér í staðinn,” segir Sigvaldi. Hann hvetur alla áhugasama til að fylgjast með á Facebook-síðu göngunnar, Umhyggju ganga Keflavík-Hofsós, þar sem nálgast má allar upplýsingar um hvernig hægt er að styðja við verkefnið. Komið hefur verið upp þremur styrktarnúmerum sem nálgast má á síðunni. Þá hefur Sigvaldi sett á laggirnar Snapchat-reikning, sem ber nafnið umhyggjugangan, þar sem fylgjast má með afdrifum hans meðan á göngunni stendur. Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Sjá meira
„Markmiðin eru fyrst og fremst tvö; Að safna mikið af peningum og hafa gaman af þessu,” segir Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, sem hyggst á næstu dögum ganga rúma 370 kílómetra eftir að hafa tapað veðmáli í vor. Ferðina nýtir hann til að safna peningum fyrir Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum.Aðdragandi málsins er sá að Sigvaldi brá sér í gervi Nostradamusar í janúar síðastliðnum fyrir kosningarinnar um Íþróttamann ársins 2014. Klukkustund áður en kunngjört var að Jón Arnór Stefánsson varð fyrir valinu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna hét Sigvaldi því að hlaupa til Hofsóss myndi spá hans ekki rætast. Sigvaldi spáði því að Gylfi Þór Sigurðsson yrði íþróttamaður ársins, karlalandsliðið í fótbolta lið ársins og þjálfari Stjörnunnar í karlaknattspyrnu þjálfari ársins. Reyndar hafði Sigvaldi rétt fyrir sér í flokknum þjálfari ársins því Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, varð hlutskarpastur í kjörinu. Hins vegar var Jón Arnór sem fyrr segir kjörinn íþróttamaður ársins og karlalandsliðið í körfubolta lið ársins. „Hafi ég rangt fyrir mér skal ég hlaupa til Hofsóss næsta sumar,“ sagði Sigvaldi á Facebook-síðu sinni á sínum tíma og nú er komið að skuldadögum.Bíllinn sem mun fylgja Sigvalda á ferð hans yfir landið. Styrktarnúmerin þrjú má sjá hlið bílsins.MYND/FACEBOOKVonar að landsliðsstrákarnir hafi trú á sér Sigvaldi segist vera vel stemmdur fyrir gönguna en hann leggur af stað frá lögreglustöðinni í Keflavík klukkan níu á föstudagsmorgun. Leiðin sem hann leggur undir fót eru rétt rúmir 370 kílómetrar og hefur hann hugsað sér að þreyta gönguna á níu dögum. Þrátt fyrir að vera að eigin sögn „enginn hlaupari” segist Sigvaldi ekki kvíða því að ganga vegalengd sem nemur heilu maraþon-hlaupi á hverjum degi. „Síðastliðið hálft ár hef ég undirbúið mig með miklum og stífum æfingum í Sporthúsinu og eftir að það fór að vora hefur maður takið nokkra langa göngutúra. Svo hefur maður líka getað notað rólegar næturvaktir í vinnunni í undirbúninginn, það mætti segja að hlaupabrettið á lögreglustöðinni sé orðinn besti vinur manns,” segir Sigvaldi. Þrátt fyrir að „vera ekki búinn að kíkja í bókina nýlega“ segir Sigvaldi að peningasöfnunin gangi eins og í lygasögu. Margir hafi lýst miklum áhuga á verkefninu og látið fé af hendi rakna. Þá hafi fyrirtæki stutt dyggilega við bakið á honum, ýmist með því að útvega honum búnað til göngunnar sem og með kaupum á auglýsingum á bifreið sem kemur til með að fylgja Sigvalda alla 370 kílómetrana. Upplýsingar um Snapchat-reikning göngunnar.MYND/FACEBOOKAðspurður um hvort hann sé einhverju ragari við veðmál í dag segir hann svo ekki vera, þó svo að hann útiloki ekki að það verði komið annað hljóð í skrokkinn að göngunni liðinni. „Ég hafði einfaldlega mikla trú á Gylfa Þór og strákunum í landsliðinu á sínum tíma. Nú vona ég bara að þeir hafi trú á mér í staðinn,” segir Sigvaldi. Hann hvetur alla áhugasama til að fylgjast með á Facebook-síðu göngunnar, Umhyggju ganga Keflavík-Hofsós, þar sem nálgast má allar upplýsingar um hvernig hægt er að styðja við verkefnið. Komið hefur verið upp þremur styrktarnúmerum sem nálgast má á síðunni. Þá hefur Sigvaldi sett á laggirnar Snapchat-reikning, sem ber nafnið umhyggjugangan, þar sem fylgjast má með afdrifum hans meðan á göngunni stendur.
Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Sjá meira