Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra verður gestur Heiðu Kristínar Helgadóttur í Umræðunni í kvöld strax eftir fréttir. Ráðherrann lagði nýverið fram umdeilt frumvarp um makrílkvóta.
Rúmlega 30 þús manns hafa skrifað undir yfirlýsingu á thjodareign.is þar sem skorað er á forseta Íslands að skrifa ekki undir frumvörp þar sem fiskiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra.
Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í júlí 2014 að ráðherra bæri að setja kvóta á makríl. Einnig vakti hann athylgi ráðuneytisins og Alþingis á þeirri óvissu sem uppi er um heimildir stjórnvalda sjávarútvegsmála um hvernig stjórnun á veiðum úr deilistofnum eins og makríl er háttað.
Sigurður Ingi ræðir makrílfrumvarpið í Umræðunni í kvöld
Aðalsteinn Kjartansson skrifar

Mest lesið

Kjarasamningur kennara í höfn
Innlent

Ofbýður hvað Reykjavík er ljót
Innlent








Diljá Mist boðar til fundar
Innlent