Solskjær aftur kominn heim til Molde Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. október 2015 09:00 Ole Gunnar Solskjær gerði Molde að Noregsmeisturum tvö ár í röð. vísir/getty Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi framherji Manchester United, var í dag kynntur sem nýr þjálfari Molde, en hann skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við uppeldisfélag sitt. Þetta er í annað sinn sem Solkskjær tekur við Molde, en hann stýrði liðinu til síns fyrsta meistaratitils á sínu fyrsta ári sem meistaraflokksþjálfari árið 2011. Hann vann deildina svo aftur ári síðar. Velgengni hans í Noregi og leikmannaferill á Englandi varð til þess að hann fékk knattspyrnustjóra starfið hjá Cardiff þegar velska liðið spilaði í ensku úrvalsdeildinni 2014. Norðmaðurinn átti dapra tíma hjá Cardiff þar sem hann féll með liðið og var svo rekinn snemma á næstu leiktíð þegar Cardiff byrjaði illa í B-deildinni. Solkskjær tók því rólega eftir það og fór að þjálfa unglingalið Clausenengen þar sem sonur hans spilar. Clausenengen kom til Íslands til að spila á Rey Cup í sumar og var Solskjær með í för. Solskjær tekur við starfinu af Erling Moe sem hefur stýrt Molde síðan Tor Ole Skullerud var rekinn í byrjun mánaðarins. Skullerud gerði eins og Solskjær og vann deildina í fyrstu tilraun á síðustu leiktíð og bætti bikarnum við. Molde er í sjöunda sæti norsku úrvalsdeildarinnar, en árangur liðsins þykir ekki nógu góður og var Skullerud því látinn fara. Solskjær fer strax af stað með Molde-liðið, en hann stýrir því í Evrópudeildinni gegn Celtic á heimavelli annað kvöld. Molde byrjar vel í Evrópudeildinni, en liðið er í fyrsta sæti með fjögur stig í ansi erfiðum riðli. Það er búið að gera 1-1 jafntefli við Ajax á útivelli og vinna Fenerbache á útivelli. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi framherji Manchester United, var í dag kynntur sem nýr þjálfari Molde, en hann skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við uppeldisfélag sitt. Þetta er í annað sinn sem Solkskjær tekur við Molde, en hann stýrði liðinu til síns fyrsta meistaratitils á sínu fyrsta ári sem meistaraflokksþjálfari árið 2011. Hann vann deildina svo aftur ári síðar. Velgengni hans í Noregi og leikmannaferill á Englandi varð til þess að hann fékk knattspyrnustjóra starfið hjá Cardiff þegar velska liðið spilaði í ensku úrvalsdeildinni 2014. Norðmaðurinn átti dapra tíma hjá Cardiff þar sem hann féll með liðið og var svo rekinn snemma á næstu leiktíð þegar Cardiff byrjaði illa í B-deildinni. Solkskjær tók því rólega eftir það og fór að þjálfa unglingalið Clausenengen þar sem sonur hans spilar. Clausenengen kom til Íslands til að spila á Rey Cup í sumar og var Solskjær með í för. Solskjær tekur við starfinu af Erling Moe sem hefur stýrt Molde síðan Tor Ole Skullerud var rekinn í byrjun mánaðarins. Skullerud gerði eins og Solskjær og vann deildina í fyrstu tilraun á síðustu leiktíð og bætti bikarnum við. Molde er í sjöunda sæti norsku úrvalsdeildarinnar, en árangur liðsins þykir ekki nógu góður og var Skullerud því látinn fara. Solskjær fer strax af stað með Molde-liðið, en hann stýrir því í Evrópudeildinni gegn Celtic á heimavelli annað kvöld. Molde byrjar vel í Evrópudeildinni, en liðið er í fyrsta sæti með fjögur stig í ansi erfiðum riðli. Það er búið að gera 1-1 jafntefli við Ajax á útivelli og vinna Fenerbache á útivelli.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira