Segir ótækt að fjölga borgarfulltrúum á meðan hagræðing á sér stað Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. október 2015 07:00 Tillögu Sjálfstæðismanna var vísað til forsætisnefndar. Fréttablaðið/Vilhelm Tillaga borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins um að Reykjavíkurborg fái sjálfdæmi varðandi fjölda borgarfulltrúa var vísað til forsætisnefndar borgarinnar á fundi borgarstjórnar í gær. Samkvæmt sveitastjórnarlögunum á Reykjavíkurborg að vera með 23 til 31 borgarfulltrúa eftir sveitastjórnarkosningar 2018. „Borgarstjórn fyrst og fremst á að taka afstöðu til þess ef að það er þörf á fjölgun borgarfulltrúa eða ekki,“ sagði Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á fundi borgarstjórnar í gær. Hann sagði það ótækt væri að ráðstafa fjármagni í fjölgun kjörinna fulltrúa á meðan borgarstjórn glímir við að rétta af erfiða fjárhagsstöðu borgarinnar. „Mér þætti það slæm skilaboð við þessar aðstæður ef að kjörnum fulltrúum væri fjölgað um 53 prósent.“ „Að sjálfsögðu eigum við að fara eftir lögum hverju sinni en auðvitað leyfum við okkur að hafa skoðun á því hvort þau séu rétt eða ekki. Sér í lagi ef þau ganga gegn sjálfsákvörðunarrétti borgarinnar,“ sagði hann.Kjartan Magnússonvísir/vilhelmSamkvæmt lögunum sem tóku gildi 1. janúar 2012 ber sveitafélögum að stilla af fjölda bæjarfulltrúa miðað við fólksfjölda fyrir sveitastjórnarkosningar árið 2018. Mörg sveitafélög hafa þegar gert þetta nú þegar en til að mynda eru Hafnarfjörður og Kópavogur með lágmarksfjölda fulltrúa eða ellefu talsins. Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar sagði að útfærsla á lögunum frá Alþingi væru til skoðunar hjá forsætisnefnd borgarinnar. „Ennþá erum við í miðju ferli við að velta upp svörum sem munu liggja fyrir áður ne langt um líður,“ sagði hún. Hún nefndi þá staðreynd að á bak við hvern borgarfulltrúa í Reykjavík væru um 8000 kjósendur en um 5000 á bak við hvern bæjarfulltrúa í Kópavogi og hvern alþingismann. „Hvergi eru fleiri kjósendur á bak við hvern fulltrúa eins og í Reykjavík,“ sagði Sóley. Þá nefndi hún það að engin afstaða hefði verið tekin til fjölgunar heldur væri gert ráð fyrir því að lögum yrði fylgt og enn væri eftir að útfæra breytingarnar til dæmis með tilliti til launa, nefndarsetu starfshlutfalls og fleira. Alþingi Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Sjá meira
Tillaga borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins um að Reykjavíkurborg fái sjálfdæmi varðandi fjölda borgarfulltrúa var vísað til forsætisnefndar borgarinnar á fundi borgarstjórnar í gær. Samkvæmt sveitastjórnarlögunum á Reykjavíkurborg að vera með 23 til 31 borgarfulltrúa eftir sveitastjórnarkosningar 2018. „Borgarstjórn fyrst og fremst á að taka afstöðu til þess ef að það er þörf á fjölgun borgarfulltrúa eða ekki,“ sagði Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á fundi borgarstjórnar í gær. Hann sagði það ótækt væri að ráðstafa fjármagni í fjölgun kjörinna fulltrúa á meðan borgarstjórn glímir við að rétta af erfiða fjárhagsstöðu borgarinnar. „Mér þætti það slæm skilaboð við þessar aðstæður ef að kjörnum fulltrúum væri fjölgað um 53 prósent.“ „Að sjálfsögðu eigum við að fara eftir lögum hverju sinni en auðvitað leyfum við okkur að hafa skoðun á því hvort þau séu rétt eða ekki. Sér í lagi ef þau ganga gegn sjálfsákvörðunarrétti borgarinnar,“ sagði hann.Kjartan Magnússonvísir/vilhelmSamkvæmt lögunum sem tóku gildi 1. janúar 2012 ber sveitafélögum að stilla af fjölda bæjarfulltrúa miðað við fólksfjölda fyrir sveitastjórnarkosningar árið 2018. Mörg sveitafélög hafa þegar gert þetta nú þegar en til að mynda eru Hafnarfjörður og Kópavogur með lágmarksfjölda fulltrúa eða ellefu talsins. Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar sagði að útfærsla á lögunum frá Alþingi væru til skoðunar hjá forsætisnefnd borgarinnar. „Ennþá erum við í miðju ferli við að velta upp svörum sem munu liggja fyrir áður ne langt um líður,“ sagði hún. Hún nefndi þá staðreynd að á bak við hvern borgarfulltrúa í Reykjavík væru um 8000 kjósendur en um 5000 á bak við hvern bæjarfulltrúa í Kópavogi og hvern alþingismann. „Hvergi eru fleiri kjósendur á bak við hvern fulltrúa eins og í Reykjavík,“ sagði Sóley. Þá nefndi hún það að engin afstaða hefði verið tekin til fjölgunar heldur væri gert ráð fyrir því að lögum yrði fylgt og enn væri eftir að útfæra breytingarnar til dæmis með tilliti til launa, nefndarsetu starfshlutfalls og fleira.
Alþingi Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Sjá meira