Gæti tafið byggingu nýs Landsspítala um 10 til 15 ár Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 2. apríl 2015 18:53 Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að hugmyndir um forsætisráðherra um að falla frá byggingu nýs spítala við Hringbraut og selja lóðirnar undir hótel, geti tafið verkefnið um 10 til 15 ár Hann segir brýnt öryggismál að nýr spítali rísi innan fimm til sex ára. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagðist í seinni fréttum RÚV í gær vilja láta skoða hvort það geti verið skynsamlegt að selja fasteignir Landspítalans við Hringbraut og lóðirnar og byggingaréttinn þarna í kring og nota féð til að kosta uppbyggingu nýs spítala á nýjum stað. Páll Matthíasson segist hafa áhyggjur af því að menn séu að setja fram slíkar hugmyndir án alvöru og þunga en miklu fé hafi nú þegar verið varið í undirbúning framkvæmdanna á Hringbraut. Þær drepi málinu á dreif og hættara sé við að framkvæmdirnar tefjist enn meira. „Ég fullyrði það og við á Landsspítalanum að það er veruleg öryggisógn af húsnæðinu eins og það er núna. Við getum ekki beðið lengur en í fimm til sex ár.“ Hann segir að núverandi áætlanir geri ráð fyrir að spítalinn rísi ekki síðar en 2021. Hugmyndir um að breyta staðsetningunni, geti stóraukið kostnaðinn og tafið verkið um tíu til fimmtán ár hið minnsta. Alþingi samþykkti í fyrra að hefja byggingu nýs Landspítala á lóðinni við Hringbraut og á fjárlögum er gert ráð fyrir 850 milljóna króna hönnunarkostnaði. Ríkisstjórnin samþykkti fyrir mánuði að bjóða út hönnunina. Margir urðu því hissa á því að forsætisráðherra væri með einhverjar allt aðrar hugmyndir. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa haldið að um aprílgabb væri að ræða. Hann segir erfitt að taka þetta alvarlega, þetta virðist í grunninn vera einskonar viðskiptahugmynd hjá ráðherranum en vandinn sé sá að borgin eigi lóðirnar og byggingaréttinn. Þeim hafi verið ráðstafað til ríkisins vegna spítalabyggingarinnar. Ef ekki verði af byggingunni gangi samningar um það til baka og borgin leysi aftur til sín lóðirnar. Alþingi Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að hugmyndir um forsætisráðherra um að falla frá byggingu nýs spítala við Hringbraut og selja lóðirnar undir hótel, geti tafið verkefnið um 10 til 15 ár Hann segir brýnt öryggismál að nýr spítali rísi innan fimm til sex ára. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagðist í seinni fréttum RÚV í gær vilja láta skoða hvort það geti verið skynsamlegt að selja fasteignir Landspítalans við Hringbraut og lóðirnar og byggingaréttinn þarna í kring og nota féð til að kosta uppbyggingu nýs spítala á nýjum stað. Páll Matthíasson segist hafa áhyggjur af því að menn séu að setja fram slíkar hugmyndir án alvöru og þunga en miklu fé hafi nú þegar verið varið í undirbúning framkvæmdanna á Hringbraut. Þær drepi málinu á dreif og hættara sé við að framkvæmdirnar tefjist enn meira. „Ég fullyrði það og við á Landsspítalanum að það er veruleg öryggisógn af húsnæðinu eins og það er núna. Við getum ekki beðið lengur en í fimm til sex ár.“ Hann segir að núverandi áætlanir geri ráð fyrir að spítalinn rísi ekki síðar en 2021. Hugmyndir um að breyta staðsetningunni, geti stóraukið kostnaðinn og tafið verkið um tíu til fimmtán ár hið minnsta. Alþingi samþykkti í fyrra að hefja byggingu nýs Landspítala á lóðinni við Hringbraut og á fjárlögum er gert ráð fyrir 850 milljóna króna hönnunarkostnaði. Ríkisstjórnin samþykkti fyrir mánuði að bjóða út hönnunina. Margir urðu því hissa á því að forsætisráðherra væri með einhverjar allt aðrar hugmyndir. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa haldið að um aprílgabb væri að ræða. Hann segir erfitt að taka þetta alvarlega, þetta virðist í grunninn vera einskonar viðskiptahugmynd hjá ráðherranum en vandinn sé sá að borgin eigi lóðirnar og byggingaréttinn. Þeim hafi verið ráðstafað til ríkisins vegna spítalabyggingarinnar. Ef ekki verði af byggingunni gangi samningar um það til baka og borgin leysi aftur til sín lóðirnar.
Alþingi Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira