Töluverðar breytingar eru á fylgi flokka milli mánaða en Píratar auka fylgi sitt um rösklega sex prósentustig, en nær 22 prósent þeirra sem tóku afstöðu segjast myndu kjósa Pírata færu kosningar til Alþingis fram í dag.
Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi sem Gallup gerði á landsvísu dagana 26. febrúar til 30. mars.
Helgi Hrafn Gunnarsson pírati segist vona að það séu áherslur flokksins á lýðræðisumbætur sem skili þeim fylgisaukningunni. „Ég held og vona að það séu áherslur okkar á lýðræðisumbætur sem leika stórt hlutverk. Það er lýðræðiskrísa á Íslandi þegar jafn fáir og raun ber vitni treysta Alþingi. Það er mjög alvarlegt mál og þetta gengur ekki til lengdar. Fólk er fljótt að kenna einhverju um, málþófi og spillingu til dæmis, en ég tel vandann djúpstæðari. Þetta er kerfið sjálft sem við vinnum eftir og þess vegna er það að mínu mati mjög mikilvægt að ráðast í lýðræðisumbætur og endurvekja umræðu um stjórnarskrána.“
Fylgi Bjartrar framtíðar minnkar um ríflega tvö prósentustig milli mánaða en nær 11 prósent segjast myndu kjósa flokkinn nú. Fylgi Framsóknarflokksins stendur í stað en fylgi annarra flokka minnkar um 1,1-1,3 prósentustig milli mánaða. Fjórðungur segist myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, næstum 16 prósent Samfylkinguna, nær 11 prósent Framsóknarflokkinn, liðlega 10 prósent Vinstrihreyfinguna – grænt framboð.
Helgi segir ríkja lýðræðiskrísu
Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar

Mest lesið



Björguðu dreng úr gjótu
Innlent

Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent





Dæla tölvupóstum á ráðherra
Innlent
