Lífið

Áhofendur verða Lísa í Undralandi

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Sólveig Eva Magnúsdóttir túlkar hér dúfuna í Lísu í Undralandi.
Sólveig Eva Magnúsdóttir túlkar hér dúfuna í Lísu í Undralandi. Vísir/GVA
Leikhópurinn Spindrift theatre frumsýnir skemmtilega og öðruvísi útgáfu af Lísu í Undralandi í Tjarnarbíó þann 9. apríl. „Þetta er gagnvirkt þáttökuleikhúsverk þar sem áhorfendur taka að sér hlutverk Lísu í Undralandi,“ segir Sólveig Eva Magnúsdóttir, ein meðlima leikhópsins.

Persónur sögunnar fá allar sitt eigið herbergi þar sem þær túlka mismunandi hluti í samfélaginu. Alls eru herbergin níu og er áhorfendum skipt í þrjá hópa. Þannig fara þeir mismunandi leiðir í gegnum verkið.

„Við tengjum kynjaverurnar í bókinni við þá hluti sem eru taboo í samfélaginu í dag. Þannig fara áhorfendur í hlutverk Lísu í Undralandinu og túlka hvað persónurnar standa fyrir á sinn hátt,“ segir hún.

Hugmyndin kom út frá því þegar þær fóru að skoða skrif rithöfundsins Lewis Carrol sem samdi Lísu í Undralandi. „Við vildum líka skoða hvernig sambandið hans var við Lísu og hvernig hans tabú speglast í henni.“

Meðlimir leikhópsins, sem koma frá Íslandi, Finnlandi og Noregi, hafa unnið að verkinu í ár. „Verkið er búið að vera í vinnslu í ár og þar sem við höfum ekki alltaf verið í sama landinu þá unnum við þetta mikið í gegnum Skype og gáfum hvorri annarri tilsögn,“ segir Sólveig. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×