Erlent

Miklar sprengingar í höfuðborg Jemen

Atli Ísleifsson skrifar
Á myndbandinu má sjá reykský yfir Fag Atan í vesturhluta Sanaa þar sem stærstu vopnabúr Húta eru.
Á myndbandinu má sjá reykský yfir Fag Atan í vesturhluta Sanaa þar sem stærstu vopnabúr Húta eru.
Miklar sprengingar hafa orðið í jemensku höfuðborginni Sanaa í morgun.

Í frétt AP segir að talið sé sádi-arabíski herinn beri ábyrgð á árásunum sem beint var að grunuðum vopnabúrum uppreisnarmanna Húta.

Íbúi í Sanaa náði myndbandi af einni árásinni og birti á Twitter-síðu sinni sem sjá má að neðan.

Á myndum má sjá reykský yfir Fag Atan í vesturhluta borgarinnar þar sem stærstu vopnabúr eru.

Loftárásir hers Sádi-Arabíu og bandamanna þeirra hófust þann 26. mars síðastliðinn þar sem vonast er til að stöðva framgöngu uppreisnarmanna Húta sem hafa á síðustu mánuðum náð höfuðborginni og stórum landsvæðum í Jemen á sitt vald.

Írönsk stjórnvöld hafa veirð sökuð um að koma vopnum í hendur Húta. Íranir neita ásökununum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×