Rihanna keypti samfestinginn sjálf Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 20. apríl 2015 10:00 Mynd/Vísir Stjörnurnar keppast við það að klæðast fötum frá tískumerkinu Galvan en einn stofnenda og listrænn stjórnandi merkisins er Sólveig Káradóttir. Nú síðast var það leikkonan Elizabeth Olsen, systir tískudrottninganna og tvíburanna Mary-Kate og Ashley Olsen, sem klæddist hvítum og dökkbláum kjól úr smiðju merkisins á frumsýningu Avengers: Age of Ultron í Los Angeles. Mynd/Getty„Mér finnst hún svo skemmtileg, hún Elizabeh Olsen, bæði góð leikkona og flott stelpa,“ segir Sólveig glöð í bragði. Í mörgum tilfellum klæðast stjörnurnar hönnun sem þær fá senda í gegnum stílista sína og PR-skrifstofur. Sú var þó ekki raunin þegar ein þekktasta poppstjarna heims, Rihanna, klæddist í tvígang flík frá Galvan í febrúar síðastliðnum. „Rihanna keypti og valdi samfestinginn og kjólinn sjálf,“ segir Sólveig. Rihanna, sem þekkt er fyrir það að vera mikill frumkvöðull þegar kemur að tísku, klæddist dökkbláum Galvan-samfestingi í partíi eftir Grammy-verðlaunahátíðina en fatnaðinn keypti hún í fataversluninni Opening Ceremony í Los Angeles.Leikkonan Gwyneth Paltrow klæddist samfestingi frá Galvan í sjónvarpsviðtali í janúar.Mynd/GettySöngkonan klæddist einnig kjól frá merkinu þegar hún hélt upp á tuttugu og sjö ára afmælið sitt rúmri viku síðar en þá varð fyrir valinu silfraður gólfsíður kjóll með mjóum hlýrum. Sólveig segir það hafa haft góð áhrif á söluna en kjóllinn seldist í kjölfarið upp í tveimur verslunum. Stjörnurnar virðast því hrifnar af merkinu en leikkonan Sienna Miller klæddist kjól frá merkinu á síðasta ári og leikkonan Gwyneth Paltrow var í samfestingi frá Galvan í sjónvarpsviðtali í janúar en hún hefur áður klæðst flíkum frá merkinu, sem leggur áherslu á nútímalegan og svalan kvöldklæðnað. „Það er margt spennandi fram undan hjá okkur hjá Galvan, en við erum meðal annars að hanna exclusive línu fyrir netverslunina Matchesfashion.com,“ segir Sólveig. Fremur stutt er síðan Galvan var stofnað en merkinu var hleypt af stokkunum árið 2014 af Sólveigu ásamt Carolyn Hodler, Katherine Homgren og Anna-Christin Haas. Our favorite girl Rihanna in Galvan again, this time celebrating her birthday in our silver chainmail slip dress @badgalriri #happybirthday #galvanlondon A photo posted by Galvan London (@galvanlondon) on Feb 22, 2015 at 10:01am PST Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Stjörnurnar keppast við það að klæðast fötum frá tískumerkinu Galvan en einn stofnenda og listrænn stjórnandi merkisins er Sólveig Káradóttir. Nú síðast var það leikkonan Elizabeth Olsen, systir tískudrottninganna og tvíburanna Mary-Kate og Ashley Olsen, sem klæddist hvítum og dökkbláum kjól úr smiðju merkisins á frumsýningu Avengers: Age of Ultron í Los Angeles. Mynd/Getty„Mér finnst hún svo skemmtileg, hún Elizabeh Olsen, bæði góð leikkona og flott stelpa,“ segir Sólveig glöð í bragði. Í mörgum tilfellum klæðast stjörnurnar hönnun sem þær fá senda í gegnum stílista sína og PR-skrifstofur. Sú var þó ekki raunin þegar ein þekktasta poppstjarna heims, Rihanna, klæddist í tvígang flík frá Galvan í febrúar síðastliðnum. „Rihanna keypti og valdi samfestinginn og kjólinn sjálf,“ segir Sólveig. Rihanna, sem þekkt er fyrir það að vera mikill frumkvöðull þegar kemur að tísku, klæddist dökkbláum Galvan-samfestingi í partíi eftir Grammy-verðlaunahátíðina en fatnaðinn keypti hún í fataversluninni Opening Ceremony í Los Angeles.Leikkonan Gwyneth Paltrow klæddist samfestingi frá Galvan í sjónvarpsviðtali í janúar.Mynd/GettySöngkonan klæddist einnig kjól frá merkinu þegar hún hélt upp á tuttugu og sjö ára afmælið sitt rúmri viku síðar en þá varð fyrir valinu silfraður gólfsíður kjóll með mjóum hlýrum. Sólveig segir það hafa haft góð áhrif á söluna en kjóllinn seldist í kjölfarið upp í tveimur verslunum. Stjörnurnar virðast því hrifnar af merkinu en leikkonan Sienna Miller klæddist kjól frá merkinu á síðasta ári og leikkonan Gwyneth Paltrow var í samfestingi frá Galvan í sjónvarpsviðtali í janúar en hún hefur áður klæðst flíkum frá merkinu, sem leggur áherslu á nútímalegan og svalan kvöldklæðnað. „Það er margt spennandi fram undan hjá okkur hjá Galvan, en við erum meðal annars að hanna exclusive línu fyrir netverslunina Matchesfashion.com,“ segir Sólveig. Fremur stutt er síðan Galvan var stofnað en merkinu var hleypt af stokkunum árið 2014 af Sólveigu ásamt Carolyn Hodler, Katherine Homgren og Anna-Christin Haas. Our favorite girl Rihanna in Galvan again, this time celebrating her birthday in our silver chainmail slip dress @badgalriri #happybirthday #galvanlondon A photo posted by Galvan London (@galvanlondon) on Feb 22, 2015 at 10:01am PST
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira