Ekki verið rætt að taka aftur upp samræmd próf Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 17. júní 2015 18:48 Einkunnir þeirra sem sótt hafa um skólavist í Verslunarskólanum hafa hækkað töluvert frá því að samræmd próf að vori voru afnumin árið 2008 og velta skólastjórnendur þar fyrir sér hvort verið sé að leggja réttan mælikvarða á hæfni nemenda við lok grunnskólans. Formaður skólamálanefndar segir ekki hafa komið til umræðu að breyta fyrirkomulaginu eins og það er. Meðaleinkunn þeirra sem sóttu um skólavist í Verzló er 9,0 og meðaleinkunn þeirra sem komust inn í skólann 9,4. Einkunnir nemenda voru svo góðar að skólinn þurfti að hafna umsóknum 60 nemenda sem voru með 9,0 í meðaleiknunn eða hærra. Í frétt sem birtist á vef Verzlunarskólans í gær segir að frá því að samræmdu prófin voru aflögð hafi einkunnir hækkað mjög mikið en ef bornar eru saman einkunnir nýnema Verzlunarskólans árið 2004 við nýnema 2014 hefur orðið mikil breyting. Á töflu í fréttinni sést samanburður á einkunnadreifingu nýnema Verzlunarskólans í stærðfræði, annars vegar árið 2004 og hins vegar árið 2014. Segjast skólastjórnendur þó ekki sjá að nemendur séu betri námsmenn nú en fyrir tíu árum og spyrja því hvert stefni í þessum efnum. Guðbjörg Ragnarsdóttir, formaður skólamálanefndar, segir að flestir séu ánægðir með nýja fyrirkomulagið þar sem fleiri þættir eru metnir inn en lokapróf nemenda.„Ég held að nýji mælikvarðinn sé að mæla hvað nemendur eru búnir að vera að gera frekar en gamli mælikvarðinn gerði. Svo er bara spurningin hvað við ætlum að gera við þennan mælikvarða. Eigum við að mæla hvað nemendur hafa verið að gera og hvernig þau standa sig heildstætt eða viljum við hafa þetta eina próf? Flestir vilji ekki eitt próf sem segir svona eru hlutirnir," segir hún. Í frétt Verzlunarskólans kemur einnig fram að dæmi séu um að nemandi með einkunn upp á 9,0 og 9,5 í stærðfræði og íslensku í skólaeinkunn úr grunnskóla nái jafnvel ekki lágmarksviðmiðum í þeim greinum í Verzlunarskólanum. Guðbjörg segir að ekki hafi verið rætt innan nefndarinnar að breyta núverandi fyrirkomulagi og taka upp samræmd próf aftur. „Ég held að fyrst og fremst þurfi að koma til samtal og í kjölfarið af því að bregðast einhvern veginn við því. Ég held að það gerist ekkert á meðan við sitjum í sitthvoru horninu og ræðum ekki saman," segir Guðbjörg. Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki við nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Sjá meira
Einkunnir þeirra sem sótt hafa um skólavist í Verslunarskólanum hafa hækkað töluvert frá því að samræmd próf að vori voru afnumin árið 2008 og velta skólastjórnendur þar fyrir sér hvort verið sé að leggja réttan mælikvarða á hæfni nemenda við lok grunnskólans. Formaður skólamálanefndar segir ekki hafa komið til umræðu að breyta fyrirkomulaginu eins og það er. Meðaleinkunn þeirra sem sóttu um skólavist í Verzló er 9,0 og meðaleinkunn þeirra sem komust inn í skólann 9,4. Einkunnir nemenda voru svo góðar að skólinn þurfti að hafna umsóknum 60 nemenda sem voru með 9,0 í meðaleiknunn eða hærra. Í frétt sem birtist á vef Verzlunarskólans í gær segir að frá því að samræmdu prófin voru aflögð hafi einkunnir hækkað mjög mikið en ef bornar eru saman einkunnir nýnema Verzlunarskólans árið 2004 við nýnema 2014 hefur orðið mikil breyting. Á töflu í fréttinni sést samanburður á einkunnadreifingu nýnema Verzlunarskólans í stærðfræði, annars vegar árið 2004 og hins vegar árið 2014. Segjast skólastjórnendur þó ekki sjá að nemendur séu betri námsmenn nú en fyrir tíu árum og spyrja því hvert stefni í þessum efnum. Guðbjörg Ragnarsdóttir, formaður skólamálanefndar, segir að flestir séu ánægðir með nýja fyrirkomulagið þar sem fleiri þættir eru metnir inn en lokapróf nemenda.„Ég held að nýji mælikvarðinn sé að mæla hvað nemendur eru búnir að vera að gera frekar en gamli mælikvarðinn gerði. Svo er bara spurningin hvað við ætlum að gera við þennan mælikvarða. Eigum við að mæla hvað nemendur hafa verið að gera og hvernig þau standa sig heildstætt eða viljum við hafa þetta eina próf? Flestir vilji ekki eitt próf sem segir svona eru hlutirnir," segir hún. Í frétt Verzlunarskólans kemur einnig fram að dæmi séu um að nemandi með einkunn upp á 9,0 og 9,5 í stærðfræði og íslensku í skólaeinkunn úr grunnskóla nái jafnvel ekki lágmarksviðmiðum í þeim greinum í Verzlunarskólanum. Guðbjörg segir að ekki hafi verið rætt innan nefndarinnar að breyta núverandi fyrirkomulagi og taka upp samræmd próf aftur. „Ég held að fyrst og fremst þurfi að koma til samtal og í kjölfarið af því að bregðast einhvern veginn við því. Ég held að það gerist ekkert á meðan við sitjum í sitthvoru horninu og ræðum ekki saman," segir Guðbjörg.
Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki við nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Sjá meira