Okkur þykir báðum ákaflega vænt um þetta illmenni Magnús Guðmundsson skrifar 17. júní 2015 13:30 Kolbrún Björt Sigfúsdóttir er leikstjóri og framleiðandi sýningarinnar á Ríkharði III. og fram undan eru átta leiklistarhátíðir í sumar og Ísland næsta sumar. Mynd/ Tom Oakes „Við vorum með vinnustofu í Hafnarbíói í nóvember, sýndum svo í Prag í lok maí og það gekk líka svona glimrandi vel,“ segir Kolbrún Björt Sigfúsdóttir, leikstjóri og framleiðandi Brite Theater í Edinborg, þar sem hún er búsett. Kolbrún lærði í Listaháskólanum hér heima, hélt til Bretlands 2011 og tók masterspróf í sviðsetningum á Shakespeare árið 2013. Einnar leikkonu leiksýning Kolbrúnar og leikkonunnar Emily Carding á Ríkharði III., meistaraverki Williams Shakespeare, sló vægast sagt í gegn á Fringe-leiklistarhátíðinni í Prag í liðinni viku þar sem hún gerði sér lítið fyrir og fór heim með öll þrenn verðlaunin sem eru veitt á hátíðinni. En slíkt hefur aldrei gerst áður í sögu þessarar virtu leiklistarhátíðar. Ein verðlaun eru veitt þeirri sýningu sem best þykir fanga anda hátíðarinnar, önnur fyrir að veita sérstakan innblástur og þau þriðju eru svo framkomu- eða leikaraverðlaun. „Þetta var auðvitað afar óvænt og gleðilegt og hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Við höfum verið að gera þetta sjálfar og fjármagna úr eigin vasa en nú vonumst við til þess að fleiri hátíðir leiti til okkar og það hjálpar okkur mikið. Við verðum á átta hátíðum í sumar og það stefnir í að þeim muni halda áfram að fjölga með haustinu. Næsta sumar komum við svo til Íslands og verðum á Act Alone-einleikshátíðinni og það er mikið tilhlökkunarefni.“ „Það er ein kona að leika allan Ríkharð og áhorfendurnir eru allar hinar persónurnar,“ segir Kolbrún og er að vonum glöð með viðtökurnar sem sýningin hefur fengið. „Áhorfendurnir fá nafnspjöld með sínum karakter og þurfa svo að taka á móti því sem Ríkharður lætur dynja á þeim. Fólk þekkir verkið auðvitað misvel en í Prag var til að mynda kona á meðal áhorfenda sem skyrpti á Ríkharð á hárréttu augnabliki og hún greinilega þekkti sinn Shakespeare. Það sem er svo skemmtilegt við Ríkharð er að hann talar mikið við sína áhorfendur. Lætur uppi um öll sín áform og gerir okkur meðsek í öllu sínu brölti og við ákváðum að taka þennan eiginleika hans eins langt og við gátum.“ Kolbrún segir að þær Emily eigi það sameiginlegt að þykja afskaplega vænt um Ríkharð þótt hann sé illmenni. „Þetta er einhvers konar Stokkhólmsheilkenni hjá okkur. Svo fórum við að velta því fyrir okkur hvaðan öll þessi heift kemur og komumst að því að hann hefur vissulega sínar ástæður. Í raun er hann að vinna af heilindum fyrir sína þjóð, svona eins og stjórnmálamenn eru líkast til alla jafna að gera að eigin mati, en óneitanlega tekst þeim misvel upp.“ Menning Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Við vorum með vinnustofu í Hafnarbíói í nóvember, sýndum svo í Prag í lok maí og það gekk líka svona glimrandi vel,“ segir Kolbrún Björt Sigfúsdóttir, leikstjóri og framleiðandi Brite Theater í Edinborg, þar sem hún er búsett. Kolbrún lærði í Listaháskólanum hér heima, hélt til Bretlands 2011 og tók masterspróf í sviðsetningum á Shakespeare árið 2013. Einnar leikkonu leiksýning Kolbrúnar og leikkonunnar Emily Carding á Ríkharði III., meistaraverki Williams Shakespeare, sló vægast sagt í gegn á Fringe-leiklistarhátíðinni í Prag í liðinni viku þar sem hún gerði sér lítið fyrir og fór heim með öll þrenn verðlaunin sem eru veitt á hátíðinni. En slíkt hefur aldrei gerst áður í sögu þessarar virtu leiklistarhátíðar. Ein verðlaun eru veitt þeirri sýningu sem best þykir fanga anda hátíðarinnar, önnur fyrir að veita sérstakan innblástur og þau þriðju eru svo framkomu- eða leikaraverðlaun. „Þetta var auðvitað afar óvænt og gleðilegt og hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Við höfum verið að gera þetta sjálfar og fjármagna úr eigin vasa en nú vonumst við til þess að fleiri hátíðir leiti til okkar og það hjálpar okkur mikið. Við verðum á átta hátíðum í sumar og það stefnir í að þeim muni halda áfram að fjölga með haustinu. Næsta sumar komum við svo til Íslands og verðum á Act Alone-einleikshátíðinni og það er mikið tilhlökkunarefni.“ „Það er ein kona að leika allan Ríkharð og áhorfendurnir eru allar hinar persónurnar,“ segir Kolbrún og er að vonum glöð með viðtökurnar sem sýningin hefur fengið. „Áhorfendurnir fá nafnspjöld með sínum karakter og þurfa svo að taka á móti því sem Ríkharður lætur dynja á þeim. Fólk þekkir verkið auðvitað misvel en í Prag var til að mynda kona á meðal áhorfenda sem skyrpti á Ríkharð á hárréttu augnabliki og hún greinilega þekkti sinn Shakespeare. Það sem er svo skemmtilegt við Ríkharð er að hann talar mikið við sína áhorfendur. Lætur uppi um öll sín áform og gerir okkur meðsek í öllu sínu brölti og við ákváðum að taka þennan eiginleika hans eins langt og við gátum.“ Kolbrún segir að þær Emily eigi það sameiginlegt að þykja afskaplega vænt um Ríkharð þótt hann sé illmenni. „Þetta er einhvers konar Stokkhólmsheilkenni hjá okkur. Svo fórum við að velta því fyrir okkur hvaðan öll þessi heift kemur og komumst að því að hann hefur vissulega sínar ástæður. Í raun er hann að vinna af heilindum fyrir sína þjóð, svona eins og stjórnmálamenn eru líkast til alla jafna að gera að eigin mati, en óneitanlega tekst þeim misvel upp.“
Menning Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira