Keyrir Ísbílinn um óbyggðir landsins Snærós Sindradóttir skrifar 10. júlí 2015 08:00 Sigurður Grétar Jökulsson nýtur þess að keyra ísbílinn. Fréttablaðið/Valli „Ég er búinn að fara á hvern einasta sveitabæ á landinu og þræða götur hvers einasta kaupstaðar á landinu nokkrum sinnum,“ segir Sigurður Grétar Jökulsson ísbílstjóri. Sigurður er með meistaragráðu í viðskiptafræði auk kennsluréttinda. Hann hefur ekið Ísbílnum í tíu ár, eða síðan árið 2005, en gegnir einnig stöðu sölustjóra hjá fyrirtækinu. „Þegar ég var búinn með skólann þá leið mér svo vel í þessu. Sæmilegar tekjur og skemmtileg útivera.“ Ísbíllinn, í þeirri mynd sem hann er í nú, hefur ekið um sveitir landsins í 21 ár, eða frá árinu 1994. Flestir Íslendingar kannast við að heyra bjölluhljóminn í Ísbílnum í þorpum á landsbyggðinni. Færri gera sér þó grein fyrir því að Ísbíllinn fer víðar en í þéttbýli. „Ég er búinn að keyra yfir Kjöl á bílnum. Ég hef líka farið í Kerlingarfjöll og á Hveravelli. En það er meira svona til gamans gert,“ segir Sigurður. Hann tekur fram að alls staðar séu viðskiptatækifæri. Allir vilji ís. Breytingar hafa orðið á rekstri ísbílsins þau tíu ár sem Sigurður hefur starfað í faginu. Þegar hann hóf störf keyrði Ísbíllinn ekki um höfuðborgarsvæðið, eins og hann gerir nú. Þá voru líka notaðar strauvélar fyrir greiðslukort í stað posa. Sigurður segir að hver bílstjóri hafi sitt uppáhaldslandsvæði. „Ég hef voðalega gaman af Vestfjörðunum. Þar er bæði skemmtilegt fólk og stórbrotin náttúra.“ „En það eru margir staðir sem ég hef mjög gaman af að keyra. Það er mjög fallegt á Snæfellsnesinu og Austfirðirnir eru að sjálfsögðu stórbrotnir.“ Líf ísbílstjóranna er þó ekki alltaf eintómur dans á rósum. Stundum kemur fyrir að þeir mæta foreldrum með bókstaflega allt á hornum sér. „Ís er að sjálfsögðu fyrir alla aldurshópa. En Það eru einhverjir sem kvarta yfir því að maður sé að æsa krakkana. Þá svarar maður því að það hljóti að vera alveg skelfilegt að krakkarnir ráði sér ekki fyrir kæti,“ segir Sigurður. „Það hefur komið fyrir að gleði krakkanna er ekki alveg í takt við foreldrana. En það er alveg hverfandi.“ Eftir sem áður eru foreldrar stærsti kúnnahópur Ísbílsins. Starf ísbílstjórans er gefandi en ekki fjölskylduvænt. „En við erum í starfi til að gleðja og þjónusta,“ segir Sigurður að lokum. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira
„Ég er búinn að fara á hvern einasta sveitabæ á landinu og þræða götur hvers einasta kaupstaðar á landinu nokkrum sinnum,“ segir Sigurður Grétar Jökulsson ísbílstjóri. Sigurður er með meistaragráðu í viðskiptafræði auk kennsluréttinda. Hann hefur ekið Ísbílnum í tíu ár, eða síðan árið 2005, en gegnir einnig stöðu sölustjóra hjá fyrirtækinu. „Þegar ég var búinn með skólann þá leið mér svo vel í þessu. Sæmilegar tekjur og skemmtileg útivera.“ Ísbíllinn, í þeirri mynd sem hann er í nú, hefur ekið um sveitir landsins í 21 ár, eða frá árinu 1994. Flestir Íslendingar kannast við að heyra bjölluhljóminn í Ísbílnum í þorpum á landsbyggðinni. Færri gera sér þó grein fyrir því að Ísbíllinn fer víðar en í þéttbýli. „Ég er búinn að keyra yfir Kjöl á bílnum. Ég hef líka farið í Kerlingarfjöll og á Hveravelli. En það er meira svona til gamans gert,“ segir Sigurður. Hann tekur fram að alls staðar séu viðskiptatækifæri. Allir vilji ís. Breytingar hafa orðið á rekstri ísbílsins þau tíu ár sem Sigurður hefur starfað í faginu. Þegar hann hóf störf keyrði Ísbíllinn ekki um höfuðborgarsvæðið, eins og hann gerir nú. Þá voru líka notaðar strauvélar fyrir greiðslukort í stað posa. Sigurður segir að hver bílstjóri hafi sitt uppáhaldslandsvæði. „Ég hef voðalega gaman af Vestfjörðunum. Þar er bæði skemmtilegt fólk og stórbrotin náttúra.“ „En það eru margir staðir sem ég hef mjög gaman af að keyra. Það er mjög fallegt á Snæfellsnesinu og Austfirðirnir eru að sjálfsögðu stórbrotnir.“ Líf ísbílstjóranna er þó ekki alltaf eintómur dans á rósum. Stundum kemur fyrir að þeir mæta foreldrum með bókstaflega allt á hornum sér. „Ís er að sjálfsögðu fyrir alla aldurshópa. En Það eru einhverjir sem kvarta yfir því að maður sé að æsa krakkana. Þá svarar maður því að það hljóti að vera alveg skelfilegt að krakkarnir ráði sér ekki fyrir kæti,“ segir Sigurður. „Það hefur komið fyrir að gleði krakkanna er ekki alveg í takt við foreldrana. En það er alveg hverfandi.“ Eftir sem áður eru foreldrar stærsti kúnnahópur Ísbílsins. Starf ísbílstjórans er gefandi en ekki fjölskylduvænt. „En við erum í starfi til að gleðja og þjónusta,“ segir Sigurður að lokum.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira