Lífið

Ósk Norðfjörð hætt barneignum: Eiginmaðurinn tekinn úr sambandi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Ósk og Sveinn
Ósk og Sveinn mynd/facebook síða óskar og svenna
„Áttunda barnið er ekki á leiðinni. Það get ég alveg fullvissað þig um,“ segir fyrirsætan Ósk Norðfjörð aðspurð um orðróm þess efnis að hún eigi von á sér.

Ósk á alls fimm drengi og tvær stúlkur. Tvö yngstu börnin á hún með eiginmanni sínum, Sveini Elíasi Elíassyni, en það yngsta kom í heiminn í fyrra. Frumburður hennar er hins vegar í kringum sjálfræðisaldurinn.

„Það eru engar líkur á að börnunum okkar fjölgi. Það er búið að taka manninn minn úr sambandi og nú ætlum við bara að njóta þess að ala börnin upp sem við eigum,“ segir Ósk sem er 37 ára. Sveinn Elías er ellefu árum yngri en eiginkona sín.

„Ég mun einbeita mér að mínum eigin börnum þar til ég verð amma. Kannski er stutt í það, maður veit aldrei.“

Meðfylgjandi er innslag úr þáttunum um Heimi ísdrottningarinnar þar sem Ásdís Rán og Ósk fóru saman í ræktina þegar Ósk var ólétt af sínu síðasta barni.


Tengdar fréttir

Þetta er blessun - sjöunda barnið á leiðinni

"Heilsan er rosa fín. Mér líður svo vel þegar ég er ólétt það eru einhverjir töfrar sem gerast,“ segir Ósk Norðfjörð, 35 ára, sem á von á sínu sjöunda barni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×