Sigurður Einarsson í héraðsdómi: „Traust mitt á réttarkerfinu er ekki lengur til staðar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. maí 2015 09:45 Dagurinn byrjaði á því að Sigurður sagði nokkur orð. Vísir Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun í fylgd fangavarða en hann afplánar nú fjögurra ára fangelsisdóm vegna Al Thani-málsin. Stjórnarformaðurinn fyrrverandi er einn af ákærðu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað á hendur honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Dagurinn byrjaði á því að Sigurður sagði nokkur orð. „Ég biðst afsökunar á því að hafa ekki verið viðstaddur í réttinum undanfarnar vikur til að hlusta á vitnisburði annarra sakborninga. Verjandi minn fullyrðir að ég hafi átt rétt á því að vera viðstaddur [...] En yfirvöld sáu til þess að þessi réttur minn var fótur troðinn og er það miður.“ Sigurður fór svo nokkrum orðum um Al Thani-dóminn. Hann sagði að héraðsdómi hefði „með ólíkindum“ tekist að dæma hann í 4 og hálfs árs fangelsi. Sagði Sigurður dóminn einfaldlega rangan og hann hefði því átt von á því að Hæstiréttur myndi senda málið aftur heim í hérað eða sýkna hann og aðra sakborninga í málinu. „Hæstiréttur dæmdi mig hins vegar sekan með allt öðrum rökstuðningi en héraðsdómur. [...] Það alvarlegasta fyrir okkur sem dæmdir voru í Hæstarétti er að við getum ekki áfrýjað. [...] Og ég velti fyrir mér þýðingu þessara réttarhalda hér. Skiptir nokkru máli hvað maður segir eða hver niðurstaða héraðsdóms verður? Býr Hæstiréttur ekki bara til nýjan dóm?“ Sigurður lýsti sig svo algjörlega saklausan af ákærunni í málinu og endaði mál sitt á þessum orðum: „Ég bið dómarana að virða mér til vorkunnar að traust mitt á réttarkerfinu er ekki lengur til staðar.“ Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun í fylgd fangavarða en hann afplánar nú fjögurra ára fangelsisdóm vegna Al Thani-málsin. Stjórnarformaðurinn fyrrverandi er einn af ákærðu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað á hendur honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Dagurinn byrjaði á því að Sigurður sagði nokkur orð. „Ég biðst afsökunar á því að hafa ekki verið viðstaddur í réttinum undanfarnar vikur til að hlusta á vitnisburði annarra sakborninga. Verjandi minn fullyrðir að ég hafi átt rétt á því að vera viðstaddur [...] En yfirvöld sáu til þess að þessi réttur minn var fótur troðinn og er það miður.“ Sigurður fór svo nokkrum orðum um Al Thani-dóminn. Hann sagði að héraðsdómi hefði „með ólíkindum“ tekist að dæma hann í 4 og hálfs árs fangelsi. Sagði Sigurður dóminn einfaldlega rangan og hann hefði því átt von á því að Hæstiréttur myndi senda málið aftur heim í hérað eða sýkna hann og aðra sakborninga í málinu. „Hæstiréttur dæmdi mig hins vegar sekan með allt öðrum rökstuðningi en héraðsdómur. [...] Það alvarlegasta fyrir okkur sem dæmdir voru í Hæstarétti er að við getum ekki áfrýjað. [...] Og ég velti fyrir mér þýðingu þessara réttarhalda hér. Skiptir nokkru máli hvað maður segir eða hver niðurstaða héraðsdóms verður? Býr Hæstiréttur ekki bara til nýjan dóm?“ Sigurður lýsti sig svo algjörlega saklausan af ákærunni í málinu og endaði mál sitt á þessum orðum: „Ég bið dómarana að virða mér til vorkunnar að traust mitt á réttarkerfinu er ekki lengur til staðar.“
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira