Lífið

Enn stærri tíðinda að vænta af skilnaðarmálum

Jakob Bjarnar skrifar
Skilnaðarmálin í deiglunni. Eiríkur Jónsson situr á skúbbi um skilnað í röðum ríka og fræga fólksins -- nokkuð sem aðeins hann, Sóli Hólm, Andri Freyr og fáeinir aðrir vita um.
Skilnaðarmálin í deiglunni. Eiríkur Jónsson situr á skúbbi um skilnað í röðum ríka og fræga fólksins -- nokkuð sem aðeins hann, Sóli Hólm, Andri Freyr og fáeinir aðrir vita um.
Sólmundur Hólm útvarpsmaður upplýsir að skilnaður Gunnars Nelson sé „EKKI Stóri skilnaðurinn“.

Vísir greindi frá því fyrr í dag að bardagakappinn Gunnar Nelson og barnsmóðir hans, Auður Ómarsdóttir, séu skilin skiptum.

Séð og heyrt slær þessu upp á forsíðu nýjasta tölublaðs síns, og er líkum leitt að því í frásögn Vísis að þarna sé kominn fram skilnaður sem ritstjórinn Eiríkur Jónsson hefur gefið ádrátt um. Þegar Eiríkur var gestur Sólmundar Hólm og Andra Freys Viðarssonar í Virkum morgnum, var dregið niður í míkrófónum stúdíósins meðan Eiríkur greindi frá því á hvaða risaskúbbi hvað varðar skilnaðarmál ríka og fræga fólksins hann sæti á.

Nema, nú flækjast málin því Sólmundur Hólm greinir frá því á twittersíðu sinni að skilnaður Gunnars, sem sannarlega hefur vakið athygli, séu ekki sambandsslitin sem Eiríkur hafi hvíslað í eyra þeirra útvarpsmanna:

„Ég tek það fram að skilnaður Gunna Nelson er EKKI Stóri skilnaðurinn sem Eiríkur Jóns. sagði okkur Andra frá off air.“

Þeir sem hafa áhuga á slíkum tíðindum verða því enn um sinn að halda niðri í sér andanum.

Því er svo við þetta að bæta, til gamans, að alnafna Auðar Ólafsdóttur, tístir um málið og segist nú skilja af hverju Séð og heyrt hafi reynt að ná í sig í nokkru ofboði: „Nú skil ég af hverju Séð og Heyrt reyndi 6 sinnum að hringja í mig fyrr í vikunni.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×