Isavia hagnast um hálfan milljarð Sæunn Gísladóttir skrifar 15. september 2015 17:05 Starfsemi Isavia á Keflavíkurflugvelli skilaði um 70% af tekjum samstæðunnar á fyrri árshelmingi. Vísir/Stefán Karlsson Heildarafkoma Isavia á fyrri árshelmingi var jákvæð um 540 milljónir króna samanborið við 836 milljónir króna á sama tímabili á síðasta ári. Þessa lækkun má að fullu rekja til gengisáhrifa af erlendum fjáreignum og skuldum segir í tilkynningu. Rekstrarafkoma Isavia fyrir fjármagnsliði og skatta á fyrri helmingi ársins 2015 var jákvæð um 1.247 milljónir króna og jókst um ríflega 20% á milli ára. Rekstrartekjur námu 11.454 milljónum króna sem er 1.526 milljóna króna aukning samanborið við sama tímabil á síðasta ári eða ríflega 13%. „Isavia samstæðan samanstendur af rekstri Keflavíkurflugvallar, Fríhafnarinnar, innanlandsflugvallakerfis og starfsemi í flugleiðsöguþjónustu. Rekstrarafkoma allra þessara þátta var betri en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir og má rekja þann árangur m.a. til aukinnar flugumferðar og fjölgunar farþega sem fara um flugvelli landsins,“ segir Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia og bætir við: „Viðfangsefni komandi missera eru að tryggja að vöxtur félagsins verið áfram arðsamur og teknar verði skynsamlegar ákvarðanir þegar kemur að fjárfestingu í aukinni afkastagetu, sérstaklega á Keflavíkurflugvelli. Mikil farþegaaukning umfram áætlanir Isavia og flugrekenda skapaði álag á starfsfólk okkar sem stóð vaktina af miklum myndarskap og sá til þess að áhrifin á farþega yrðu sem minnst.“Flugumferð og farþegum fjölgar áframFlugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið jókst fyrstu sex mánuði ársins um 11% og flugumferð til og frá Íslandi jókst um 12%. Þá tók Isavia nýverið að sér stjórn flugumferðar á flugvellinum í Kangerlussuaq (Syðri-Straumfirði). Kangerlussuaq er eini flugvöllurinn á Grænlandi sem er með flugumferðarstjórn og fer mikill meirihluti millilandsflugs um flugvöllinn. Á fyrstu sex mánuðum ársins fóru ríflega tvær milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll sem er um 25% aukning frá sama tímabili í fyrra. Þetta er sami fjöldi og fór um flugvöllinn allt árið 2010 þegar Isavia var stofnað. Gert er ráð fyrir því að fjöldi farþega árið 2015 verði um 4,8 milljónir talsins og áætlanir félagsins gera ráð fyrir áframhaldandi vexti á næsta ári.Keflavíkurflugvöllur skilar 70% teknaStarfsemi félagsins á Keflavíkurflugvelli skilaði um 70% af tekjum samstæðunnar fyrir tímabilið og af 3.787 milljóna króna fjárfestingum í varanlegum rekstrarfjármunum tengjast um 87% uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Það er ljóst að ef áætlanir um áframhaldandi vöxt farþega ganga eftir þá mun hlutfall Keflavíkurflugvallar í rekstri og efnahag Isavia halda áfram að vaxa hratt. Nauðsynlegt er að leggja í miklar fjárfestingar á Keflavíkurflugvelli á komandi mánuðum svo afkastageta vallarins verði í takt við áætlanir notenda um fjölda farþega næsta sumar. Rekstur Keflavíkurflugvallar hefur mörg síðustu árin verið sjálfbær og áætlanir félagsins gera ráð fyrir að vöxturinn sem framundan er geti staðið undir sér með áframhaldandi ráðdeild í rekstri og skynsamlegri nýtingu fjármagns. Sú uppbygging sem nauðsynleg er á Keflavíkurflugvelli næstu árin verður ekki eingöngu fjármögnuð úr rekstri svo ljóst er að Isavia mun þurfa að sækja sér fjármagn til þeirrar uppbyggingar sem framundan er. Það er því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að afkoma Keflavíkurflugvallar verði áfram nýtt til áframhaldandi fjárfestinga á flugvellinum. Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Sjá meira
Heildarafkoma Isavia á fyrri árshelmingi var jákvæð um 540 milljónir króna samanborið við 836 milljónir króna á sama tímabili á síðasta ári. Þessa lækkun má að fullu rekja til gengisáhrifa af erlendum fjáreignum og skuldum segir í tilkynningu. Rekstrarafkoma Isavia fyrir fjármagnsliði og skatta á fyrri helmingi ársins 2015 var jákvæð um 1.247 milljónir króna og jókst um ríflega 20% á milli ára. Rekstrartekjur námu 11.454 milljónum króna sem er 1.526 milljóna króna aukning samanborið við sama tímabil á síðasta ári eða ríflega 13%. „Isavia samstæðan samanstendur af rekstri Keflavíkurflugvallar, Fríhafnarinnar, innanlandsflugvallakerfis og starfsemi í flugleiðsöguþjónustu. Rekstrarafkoma allra þessara þátta var betri en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir og má rekja þann árangur m.a. til aukinnar flugumferðar og fjölgunar farþega sem fara um flugvelli landsins,“ segir Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia og bætir við: „Viðfangsefni komandi missera eru að tryggja að vöxtur félagsins verið áfram arðsamur og teknar verði skynsamlegar ákvarðanir þegar kemur að fjárfestingu í aukinni afkastagetu, sérstaklega á Keflavíkurflugvelli. Mikil farþegaaukning umfram áætlanir Isavia og flugrekenda skapaði álag á starfsfólk okkar sem stóð vaktina af miklum myndarskap og sá til þess að áhrifin á farþega yrðu sem minnst.“Flugumferð og farþegum fjölgar áframFlugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið jókst fyrstu sex mánuði ársins um 11% og flugumferð til og frá Íslandi jókst um 12%. Þá tók Isavia nýverið að sér stjórn flugumferðar á flugvellinum í Kangerlussuaq (Syðri-Straumfirði). Kangerlussuaq er eini flugvöllurinn á Grænlandi sem er með flugumferðarstjórn og fer mikill meirihluti millilandsflugs um flugvöllinn. Á fyrstu sex mánuðum ársins fóru ríflega tvær milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll sem er um 25% aukning frá sama tímabili í fyrra. Þetta er sami fjöldi og fór um flugvöllinn allt árið 2010 þegar Isavia var stofnað. Gert er ráð fyrir því að fjöldi farþega árið 2015 verði um 4,8 milljónir talsins og áætlanir félagsins gera ráð fyrir áframhaldandi vexti á næsta ári.Keflavíkurflugvöllur skilar 70% teknaStarfsemi félagsins á Keflavíkurflugvelli skilaði um 70% af tekjum samstæðunnar fyrir tímabilið og af 3.787 milljóna króna fjárfestingum í varanlegum rekstrarfjármunum tengjast um 87% uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Það er ljóst að ef áætlanir um áframhaldandi vöxt farþega ganga eftir þá mun hlutfall Keflavíkurflugvallar í rekstri og efnahag Isavia halda áfram að vaxa hratt. Nauðsynlegt er að leggja í miklar fjárfestingar á Keflavíkurflugvelli á komandi mánuðum svo afkastageta vallarins verði í takt við áætlanir notenda um fjölda farþega næsta sumar. Rekstur Keflavíkurflugvallar hefur mörg síðustu árin verið sjálfbær og áætlanir félagsins gera ráð fyrir að vöxturinn sem framundan er geti staðið undir sér með áframhaldandi ráðdeild í rekstri og skynsamlegri nýtingu fjármagns. Sú uppbygging sem nauðsynleg er á Keflavíkurflugvelli næstu árin verður ekki eingöngu fjármögnuð úr rekstri svo ljóst er að Isavia mun þurfa að sækja sér fjármagn til þeirrar uppbyggingar sem framundan er. Það er því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að afkoma Keflavíkurflugvallar verði áfram nýtt til áframhaldandi fjárfestinga á flugvellinum.
Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Sjá meira