Ætlar sér ekkert að reyna að toppa sjötugsafmælið enda ómögulegt Guðrún Ansnes skrifar 14. september 2015 10:30 Rannveig og Sverrir aldeilis ferðbúin, en þau ætla sér að ferðast um Suðurland í dag og láta stemninguna ráða för. Vísir/GVA Rannveig Guðmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, fagnar sjötíu og fimm ára afmælinu í dag, og hyggst gera það einhvers staðar úti í buskanum ásamt eiginmanni sínum, Sverri Jónssyni, „og jafnvel að við endum á Hornafirði,“ segir Rannveig. Segist Rannveig vera mikið afmælisbarn og njóta þess að halda veislur, þar sem vinir og fjölskylda komi saman, og þá helst heima hjá henni. „Ég er þegar búin að halda upp á sjötíu og fimm ára afmælið mitt tvisvar, fyrst með börnum og barnabörnum fyrir helgi og svo var blásið til teitis um helgina fyrir vini.“ Aðspurð um eftirminnilega afmælisdaga, stendur ekki á svörum. „Það var þegar ég hélt upp á sjötugsafmælið mitt. Þá fékk ég vini og fjölskyldu til að kíkja á okkur, og byrja gleðina í Digraneskirkju þar sem tengdasonur minn, Kristján Jóhannsson, ætlaði að flytja nokkur lög og Örn Bárður Jónsson prestur ætlaði að segja nokkur orð. En það sem okkar nánasta fólk fattaði ekki var að þennan dag fögnuðum við hjónin líka gullbrúðkaupi svo það var einstaklega gaman hjá okkur. Við fengum gullið þennan dag,“ segir Rannveig og skellir upp úr. Segist Rannveig afskaplega blessuð, en hún hafi fengið að vinna langa vinnudaga, halda góðri heilsu og eiga gott líf. Eðli málsins samkvæmt muni hún ekkert reyna að toppa sjötugsafmælið og muni því vera á faraldsfæti með manni sínum í dag. Menning Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Rannveig Guðmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, fagnar sjötíu og fimm ára afmælinu í dag, og hyggst gera það einhvers staðar úti í buskanum ásamt eiginmanni sínum, Sverri Jónssyni, „og jafnvel að við endum á Hornafirði,“ segir Rannveig. Segist Rannveig vera mikið afmælisbarn og njóta þess að halda veislur, þar sem vinir og fjölskylda komi saman, og þá helst heima hjá henni. „Ég er þegar búin að halda upp á sjötíu og fimm ára afmælið mitt tvisvar, fyrst með börnum og barnabörnum fyrir helgi og svo var blásið til teitis um helgina fyrir vini.“ Aðspurð um eftirminnilega afmælisdaga, stendur ekki á svörum. „Það var þegar ég hélt upp á sjötugsafmælið mitt. Þá fékk ég vini og fjölskyldu til að kíkja á okkur, og byrja gleðina í Digraneskirkju þar sem tengdasonur minn, Kristján Jóhannsson, ætlaði að flytja nokkur lög og Örn Bárður Jónsson prestur ætlaði að segja nokkur orð. En það sem okkar nánasta fólk fattaði ekki var að þennan dag fögnuðum við hjónin líka gullbrúðkaupi svo það var einstaklega gaman hjá okkur. Við fengum gullið þennan dag,“ segir Rannveig og skellir upp úr. Segist Rannveig afskaplega blessuð, en hún hafi fengið að vinna langa vinnudaga, halda góðri heilsu og eiga gott líf. Eðli málsins samkvæmt muni hún ekkert reyna að toppa sjötugsafmælið og muni því vera á faraldsfæti með manni sínum í dag.
Menning Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira