Erlent

Ný landsstjórn í Færeyjum: Landsbanki Færeyja endurvakinn

Atli Ísleifsson skrifar
Landsstjórn Jafnaðarflokksins, Þjóðveldisflokksins og Framsóknar var kynnt í Þórshöfn í morgun.
Landsstjórn Jafnaðarflokksins, Þjóðveldisflokksins og Framsóknar var kynnt í Þórshöfn í morgun. Vísir/Getty
Ný landsstjórn Jafnaðarflokksins, Þjóðveldisflokksins og Framsóknar var kynnt í Þórshöfn í morgun.

Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, var kjörinn nýr lögmaður Færeyja og tekur við embættinu af Kaj Leo Johannessen. Hlaut hann 22 atkvæði en ellefu þingmenn skiluðu auðu.

Frá Jafnaðarflokknum mun Henrik Old fara með ráðuneyti innanríkismála, Eyðgunn Samuelsen ráðuneyti félagsmála og Rigmor Dam ráuneyti menntamála.

Høgni Hoydal verður ráðherra sjávarútvegsmál, Kristina Háfoss ráðherra fjármála og Sirið Stenberg ráðherra velferðarmála, en þau eru fulltrúar Þjóðveldisflokksins.

Poul Michelsen frá Framsókn verður nýr ráðherra atvinnumála.

Stjórnarsáttmálinn var kynntur í gær en hann kveður meðal annars á um að Landsbanki Færeyja, sem stofnaður var 1988 en lagður niður árið 2013, skuli endurvakinn. Þá verður haldin þjóðaratkvæðagreiðsla í síðasta lagi árið 2017 um fullveldi Færeyja.

Ekkert er kveðið nákvæmlega á um breytingar á hjónabandslöggjöf í stjórnarsáttmálanum, þó að minnst sé á að allir borgarar skuli njóta jafnréttis.


Tengdar fréttir

Víðsýnin við völd í Færeyjum

Færeyingar eru víðsýnni og umburðarlyndari en margir halda. Þetta segir fyrsti opinberlega samkynhneigði þingmaðurinn í Færeyjum, eftir sögulegar þingkosningar í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×