Hamid Karzai, fyrrverandi forseti Afganistan, efast um að al-Kaída hryðjuverkahópurinn hafi skipulagt árásirnar á tvíburaturnana í New York árið 2001. Hann sagðist hreinlega ekki vita hvort al-Kaída væri yfir höfuð til. Þetta segir hann í viðtali við Al Jazeera sjónvarpsstöðina.
Karzai var forseti Afganistan í tólf ár en hann var valinn af bandarískum stjórnvöldum til að taka við forsetaembættinu í Afganistan eftir innrás hersins í landið í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september.

