Real Sociedad og Granada gerðu 1-1 í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður á 69. mínútu leiksins.
Carlos Vela kom Sociedad yfir á 36. mínútu úr vítaspyrnu en Granada jafnaði úr annarri vítaspyrnu ellefu mínútum fyrir leikslok.
Alfreð Finnbogason komst ekki í takt við leikinn þær mínútur sem hann lék og fékk úr litlu að moða.
Stigið lyftir Sociedad upp í 12. sæti deildarinnar en liðið er með 19 stig í 18 leikjum. Liðið hefur þó ekki tapað í fjórum deildarleikjum í röð.
Granada er á botninum með 14 stig.
Alfreð varamaður í jafntefli Sociedad gegn botnliðinu
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
