Fótbolti

Fegurðardrottningar trufla leikmenn Duisburg

Ekki er víst að leikmenn Duisburg fagni þessari ákvörðun forráðamanna félagsins.
Ekki er víst að leikmenn Duisburg fagni þessari ákvörðun forráðamanna félagsins. vísir/getty
Þýska 3. deildarliðið Duisburg hefur ákveðið að skipta um hótel á Tyrklandi til að forðast 400 rússneskar fegurðardrottningar.

Það er vetrarfrí í þýska boltanum og þá fara félögin oft í æfingaferðir til heitari landa. Duisburg var löngu búið að ákveða að fara til Tyrklands.

Þegar síðar kom í ljós að það ætti að fara fram rússnesk fegurðarsamkeppni með 400 keppendum á hóteli liðsins ákváðu forráðamenn félagsins að láta liðið skipta um hótel.

Í yfirlýsingu frá félaginu segir að leikmenn liðsins þurfi að geta undirbúið sig í rólegheitum fyrir komandi átök. Þeir hafa ekki trú á því að leikmenn geti gert það með hundruðir rússneskra fegurðardrottninga í kringum sig.

Engum sögum fer af viðbrögðum leikmanna við þessari ákvörðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×