Lífið

Óljóst hvort Bono spili aftur á gítar

Birgir Olgeirsson skrifar
Bono ávarpaði aðdáendur sína með bréfi á vefsíðu hljómsveitarinnar U2.
Bono ávarpaði aðdáendur sína með bréfi á vefsíðu hljómsveitarinnar U2. visir/getty
Tónlistarmaðurinn Bono óttast að hann muni aldrei framar leika á gítar eftir hjólreiðaslysið í nóvember síðastliðnum þar sem hann brotnaði illa í andliti, á öxlinni og á handlegg þar sem setja þurfti þrjár málmplötur og átján skrúfur til að koma brotinu saman.

Bono segir núna í bréfi til aðdáenda sinna á vefsíðu sveitarinnar U2 að hann eigi erfitt með hreyfingu  þurfi á öllu sínu að halda til að komast í form fyrir næsta tónleikaferðalag sveitarinnar.

„Endurhæfingin hefur gengið hægar en ég bjóst við. Þegar ég skrifa þetta er óljóst hvort ég muni spila aftur á gítar. Félagar mínir hafa þó minnt mig á að hvorki þeir né vestrænt samfélagi stóli á það,“ sagði Bono.

„Persónulega á ég eftir að sakna þess að leika ekki á gítarinn. Bara ánægjunnar vegna, burt séð frá lagasmíðum.“


Tengdar fréttir

Bono slasaðist í hjólreiðatúr

Söngvari U2, Bono, er nokkuð mikið slasaður eftir hjólreiðaslys sem hann lenti í í Central Park á sunnudaginn.

Bono í bölvuðu basli

Undanfarnar vikur hafa verið erfiðar fyrir Bono, söngvara U2. Fyrst fékk hann og hljómsveit hans á sig gagnrýni fyrir að þröngva nýjustu plötu sinni upp á notendur iTunes, svo opnaðist lúga í einkaþotu hans yfir Berlín og loks datt hann illa á hjóli í New York.

Bono getur ekki hreyft sig

The Edge, gítarleikari U2, hefur tjáð sig um hjólreiðaslysið sem söngvarinn Bono lenti í á dögunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×