Guðjón Valur: Vonandi tökum við enn eitt skref í rétta átt á morgun Arnar Björnsson í Katar skrifar 19. janúar 2015 11:45 Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/Eva Björk Arnar Björnsson hitti landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson í dag og þeir ræddu saman um leikinn við Frakkland á HM í handbolta á morgun. Þetta er þriðji leikur íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu. „Þeir eru gríðarlega sterkir. Þeir eru ríkjandi Evrópumeistarar sem tóku Dani í úrslitaleiknum í fyrra og flengdu þá í úrslitaleiknum. Þeir virðast gera nákvæmlega það sem þarf að gera í leikjum sínum. Þetta er gríðarlega vel mannað lið með frábæra vörn og góða handboltamenn sem er frábært að fá að spila við," sagði Guðjón Valur.Er hægt að leggja mat á það hvort þeir eru sterkari eða slakari núna en áður? „Mér finnst þeir vera svipaðir og þeir hafa verið. Þeir hafa alltaf spilað sig í gang og eru með reynda leikmenn sem vita um hvað þetta snýst. Þeir vilja bara komast í bikarkeppnina sem byrjar í 16 liða úrslitunum," sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur getur talað af reynslu en hann er búinn að mæta mörgum af bestu landsliðum heims og það margoft. Hvar eru Frakkarnir? „Á síðustu tíu árum eru þeir númer eitt. Þeirra árangur talar sínu máli og hve jafnir þeir hafa verið. Það eru örfá mót sem þeir hafa ekki náð að komast í undanúrslit þannig að maður getur nú veitt þeim þá virðingu sem þeir eiga skilið. En það breytir því ekki að við viljum vinna leikinn á morgun“.Hvernig á að vinna Frakkana? „Það væri betra að lenda ekki sex mörkum undir eftir 10-15 mínútur eins og í síðustu tveimur leikjum. Það er gamla klisjan, við þurfum að stoppa þeirra sóknir, standa vel í vörninni en aðalmálið er að leysa þeirra varnarleik. Það er eitthvað sem við þurfum að gera en höfum ekki verið að gera nógu vel en gerðum þó vel þegar leið á leikinn í gær. Vonandi er tröppugangur í þessu hjá okkur og að leikur okkar batni þegar á líður. Vonandi tökum við enn eitt skref í rétta átt á morgun," sagði Guðjón Valur.Daniel Narcisse hefur ekki verið á leikskýrslu í tveimur fyrstu leikjum Frakka sem eru auk þess án hins frábæra hornamanns Luc Abalo. Veikir það liðið? „Já í rauninni gerir það það, þetta eru tveir frábærir handboltamenn og klárlega veikir það liðið. En það er ekki eins og þeir komi inn með einhverja aukvisa. Við förum ekki að vanmeta þá þó svo að það vanti þessa leikmenn. Það er nóg af góðum leikmönnum þarna fyrir," sagði Guðjón Valur en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. HM 2015 í Katar Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Fleiri fréttir Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjá meira
Arnar Björnsson hitti landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson í dag og þeir ræddu saman um leikinn við Frakkland á HM í handbolta á morgun. Þetta er þriðji leikur íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu. „Þeir eru gríðarlega sterkir. Þeir eru ríkjandi Evrópumeistarar sem tóku Dani í úrslitaleiknum í fyrra og flengdu þá í úrslitaleiknum. Þeir virðast gera nákvæmlega það sem þarf að gera í leikjum sínum. Þetta er gríðarlega vel mannað lið með frábæra vörn og góða handboltamenn sem er frábært að fá að spila við," sagði Guðjón Valur.Er hægt að leggja mat á það hvort þeir eru sterkari eða slakari núna en áður? „Mér finnst þeir vera svipaðir og þeir hafa verið. Þeir hafa alltaf spilað sig í gang og eru með reynda leikmenn sem vita um hvað þetta snýst. Þeir vilja bara komast í bikarkeppnina sem byrjar í 16 liða úrslitunum," sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur getur talað af reynslu en hann er búinn að mæta mörgum af bestu landsliðum heims og það margoft. Hvar eru Frakkarnir? „Á síðustu tíu árum eru þeir númer eitt. Þeirra árangur talar sínu máli og hve jafnir þeir hafa verið. Það eru örfá mót sem þeir hafa ekki náð að komast í undanúrslit þannig að maður getur nú veitt þeim þá virðingu sem þeir eiga skilið. En það breytir því ekki að við viljum vinna leikinn á morgun“.Hvernig á að vinna Frakkana? „Það væri betra að lenda ekki sex mörkum undir eftir 10-15 mínútur eins og í síðustu tveimur leikjum. Það er gamla klisjan, við þurfum að stoppa þeirra sóknir, standa vel í vörninni en aðalmálið er að leysa þeirra varnarleik. Það er eitthvað sem við þurfum að gera en höfum ekki verið að gera nógu vel en gerðum þó vel þegar leið á leikinn í gær. Vonandi er tröppugangur í þessu hjá okkur og að leikur okkar batni þegar á líður. Vonandi tökum við enn eitt skref í rétta átt á morgun," sagði Guðjón Valur.Daniel Narcisse hefur ekki verið á leikskýrslu í tveimur fyrstu leikjum Frakka sem eru auk þess án hins frábæra hornamanns Luc Abalo. Veikir það liðið? „Já í rauninni gerir það það, þetta eru tveir frábærir handboltamenn og klárlega veikir það liðið. En það er ekki eins og þeir komi inn með einhverja aukvisa. Við förum ekki að vanmeta þá þó svo að það vanti þessa leikmenn. Það er nóg af góðum leikmönnum þarna fyrir," sagði Guðjón Valur en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.
HM 2015 í Katar Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Fleiri fréttir Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjá meira