Erlent

Átök á milli hersins og uppreisnarmanna í Jemen

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Houthi-uppreisnarhópurinn berst fyirr auknum réttindum sjíta.
Houthi-uppreisnarhópurinn berst fyirr auknum réttindum sjíta. Vísir/Getty
Mikil átök brutust út í dag í höfuðborg Jemen, Sanaa, á milli jemenska hersins og Houthi-uppreisnarmanna.

Átökin eru aðallega við forsetahöll landsins og hafa uppreisnarmennirnir lokað öllum götum sem liggja að forsetahöllinni, samkvæmt frétt Al Jazeera. Þá hefur komið til skotabardaga á nokkrum öðrum stöðum í borginni.

Á laugardaginn rændu uppreisnarmennirnir starfsmannastjóra forsetans en þeir krefjast meiri réttinda í Jemen fyrir þann sjíta.

Houthi-hópurinn réðst inn í höfuðborgina í september síðastliðnum og tók hana yfir. Þá hafa uppreisnarmennirni einnig farið inn á landsvæði í mið-og vestur-Jemen þar súnnítar eru í meirihluta.

Samið var um vopnahlé í haust og að ný ríkisstjórn skyldi mynduð þegar Houthi-hópurinn færi frá höfuðborg landsins. Uppreisnarmennirnir hafa hins vegar haldið kyrru fyrir í Sanaa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×