Aron: Hafði aldrei áhyggjur Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 18. janúar 2015 18:17 Það var allt annað að sjá til Arons Pálmarssonar eins og svo margra annarra leikmanna Íslands gegn Alsír í kvöld en Ísland vann þá sín fyrstu stig á HM í handbolta. Aron var valinn maður leiksins en hann var lykilmaður í að byggja upp forystu Íslands í síðari hálfleik sem lagði grunninn að sigri okkar manna. Fæðingin var þó erfið þar sem að Alsír komst í 6-0 forystu í upphafi leiks og voru Íslendingar að elta lengst af í fyrri hálfleiknum. „Við fórum að nýta færin, í raun. Þetta var þolinmæðisverk og ég trúði því varla þegar staðan var orðin 6-0 fyrir þá því við vorum alltaf að spila okkur í gegn og koma okkur í færi,“ sagði Aron en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Ótrúlega nokk hafði ég þó engar áhyggjur, þó það kunni að hljóma hrokafullt. Okkur leið vel inni á vellinum og vorum að spila fína sókn. Vörnin gekk svo vel á köflum.“ Hann segir að strákarnir hafi verið búnir að skilja við Svíaleikinn og ekki að láta hann trufla einbeitinguna í kvöld. „Við vissum hvað myndi mæta okkur í kvöld, þessi 3-2-1 vörn og mér fannst við leysa það vel. Við vorum kannski ekki einbeittir í byrjun og ég hefði viljað vinna stærri sigur. Þetta snýst um stigin og við tökum þeim fagnandi.“ „Við vorum búnir að horfa á Alsíringa á myndbandi og vissum að þeir myndu aldrei hætta að leggja sig fram. Við töluðum um það í hálfleik að við mættum ekkert gefa eftir enda voru þeir í baráttu allan leikinn og erfitt að spila á móti þeim.“ „Hins vegar þegar við erum að gera þetta á fullu þá eru gæðin öll okkar megin.“ Alexander Petersson hafði orð á því fyrir leikinn að það hafi vantað upp á tímasetningar á milli hans og Arons og að hlúa betur að samvinnu þeirra í sóknarleiknum á allan hátt. „Þetta gekk miklu betur í dag. Við töluðum um þetta og fundum lausnir enda gekk það mun betur í dag. Við fengum fullt af mörkum eftir hjálp frá hvorum öðrum.“ „Svo er það bara þannig að þegar maður tekur allar aðgerðir af 120 prósenta krafti þá gengur þetta bara betur hjá manni. Það eru það mikil gæði í liðinu. Við þurfum að einblína á það núna.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Alsír 32-24 | Sigur þrátt fyrir erfiða fæðingu Hörmuleg byrjun strákanna okkar gegn Alsír varð þeim sem betur fer ekki að falli. 18. janúar 2015 00:01 Björgvin: Þessi byrjun var bara djók Björgvin Páll Gústavsson var léttur eftir leik kvöldsins enda fyrstu punktarnir komnir í hús á HM í Katar. 18. janúar 2015 18:03 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira
Það var allt annað að sjá til Arons Pálmarssonar eins og svo margra annarra leikmanna Íslands gegn Alsír í kvöld en Ísland vann þá sín fyrstu stig á HM í handbolta. Aron var valinn maður leiksins en hann var lykilmaður í að byggja upp forystu Íslands í síðari hálfleik sem lagði grunninn að sigri okkar manna. Fæðingin var þó erfið þar sem að Alsír komst í 6-0 forystu í upphafi leiks og voru Íslendingar að elta lengst af í fyrri hálfleiknum. „Við fórum að nýta færin, í raun. Þetta var þolinmæðisverk og ég trúði því varla þegar staðan var orðin 6-0 fyrir þá því við vorum alltaf að spila okkur í gegn og koma okkur í færi,“ sagði Aron en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Ótrúlega nokk hafði ég þó engar áhyggjur, þó það kunni að hljóma hrokafullt. Okkur leið vel inni á vellinum og vorum að spila fína sókn. Vörnin gekk svo vel á köflum.“ Hann segir að strákarnir hafi verið búnir að skilja við Svíaleikinn og ekki að láta hann trufla einbeitinguna í kvöld. „Við vissum hvað myndi mæta okkur í kvöld, þessi 3-2-1 vörn og mér fannst við leysa það vel. Við vorum kannski ekki einbeittir í byrjun og ég hefði viljað vinna stærri sigur. Þetta snýst um stigin og við tökum þeim fagnandi.“ „Við vorum búnir að horfa á Alsíringa á myndbandi og vissum að þeir myndu aldrei hætta að leggja sig fram. Við töluðum um það í hálfleik að við mættum ekkert gefa eftir enda voru þeir í baráttu allan leikinn og erfitt að spila á móti þeim.“ „Hins vegar þegar við erum að gera þetta á fullu þá eru gæðin öll okkar megin.“ Alexander Petersson hafði orð á því fyrir leikinn að það hafi vantað upp á tímasetningar á milli hans og Arons og að hlúa betur að samvinnu þeirra í sóknarleiknum á allan hátt. „Þetta gekk miklu betur í dag. Við töluðum um þetta og fundum lausnir enda gekk það mun betur í dag. Við fengum fullt af mörkum eftir hjálp frá hvorum öðrum.“ „Svo er það bara þannig að þegar maður tekur allar aðgerðir af 120 prósenta krafti þá gengur þetta bara betur hjá manni. Það eru það mikil gæði í liðinu. Við þurfum að einblína á það núna.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Alsír 32-24 | Sigur þrátt fyrir erfiða fæðingu Hörmuleg byrjun strákanna okkar gegn Alsír varð þeim sem betur fer ekki að falli. 18. janúar 2015 00:01 Björgvin: Þessi byrjun var bara djók Björgvin Páll Gústavsson var léttur eftir leik kvöldsins enda fyrstu punktarnir komnir í hús á HM í Katar. 18. janúar 2015 18:03 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Alsír 32-24 | Sigur þrátt fyrir erfiða fæðingu Hörmuleg byrjun strákanna okkar gegn Alsír varð þeim sem betur fer ekki að falli. 18. janúar 2015 00:01
Björgvin: Þessi byrjun var bara djók Björgvin Páll Gústavsson var léttur eftir leik kvöldsins enda fyrstu punktarnir komnir í hús á HM í Katar. 18. janúar 2015 18:03