Bíll fór út í Reykjavíkurhöfn Bjarki Ármannsson og Stefán Árni Pálsson skrifa 18. janúar 2015 17:04 Frá Reykjavíkurhöfn. Mynd/Vísir Mikill viðbúnaður var við Reykjavíkurhöfn, þar sem bíll fór út í höfnina fyrir rétt fyrir klukkan 17 í dag. Ökumanninum var bjargað úr sjónum og fljótlega kom í ljós að ekki voru fleiri farþegar í bílnum.Hér að neðan má lesa hvernig atburðarrásin var eftir slysið:Samkvæmt sjónarvotti eru nokkrir lögreglubílar á svæðinu, kafarar og sjúkrabílar ásamt leitunartækjum. Gestir á veitingastaðnum Höfninni urðu varir við það þegar bifreiðin skall í sjóinn. Maðurinn er talinn hafa verið lengi ofan í sjónum eða allt að hálftíma. Lögreglumaður á vettvangi sagði í samtali við fréttamann að ekki væri vitað hvort maðurinn hefði verið einn í bílnum. Vettvangi hefur verið lokað og unnið að því að draga bílinn upp úr höfninni. Sjónarvottar sögðu skott bílsins hafa verið opið þegar bíllinn keyrði fram af brúninni.Uppfært klukkan 17:45 - Kafarar hafa fundið bílinn en ekki er ljóst að svo stöddu hvort fleiri farþegar hafi verið í bílnum. Lögregla og kafarar eru að leita í og við höfnina til að komast til botns í því hvort fleiri farþegar hafi verið í bílnum.VÍSIRUppfært klukkan 18:50 - Óskar Þór Ámundason þjónn á Höfninni sagði að gestur á efri hæð veitingahússins hefði séð jepplinginn fara fram af bryggjunni og lenda í sjónum. Þeir hringdu strax í neyðarlínuna og gerðu viðvart. Skottlokið var opið á bílnum þegar hann fór fram af að sögn sjónarvottarins. Bifreiðin er enn í sjónum en lögregla útilokaði ekki að fleiri kunni að hafa verið í bifreiðinni þegar slysið varð enda voru bæði dyrnar ökumannsmegin og farþegamegin opnar þegar að var komið. Pétur Guðmundsson aðgerðastjóri hjá lögreglu sagði skömmu fyrir sex að leit yrði haldið eitthvað áfram en bifreiðin yrði líklega dregin upp í kvöld.Uppfært klukkan 19:05 - Fram kom í kvöldfréttum RÚV að lögreglan væri búin að leita af sér allan grun um að fleiri aðilar hefðu verið inni í bílnum og því er talið fullvíst að aðeins sé um eina manneskju að ræða. Uppfært klukkan 19:35 - Lögreglan hefur sent frá sér tilkynningu um málið sem má lesa hér: Um hálffimmleytið í dag barst lögreglu tilkynning um að bifreið hefði hafnað í Reykjavíkurhöfn, en óljóst var í upphafi hversu margir voru í bílnum. Fjölmennt lið lögreglu og björgunarfólks, þar á meðal kafarar, fór strax á staðinn og hóf leit. Kona fannst í sjónum og var hún flutt á sjúkrahús. Ekki er talið að fleiri hafi verið í bílnum og er aðgerðum á vettvangi að ljúka.VÍSIRVÍSIRVÍSIRVÍSIRVÍSIR Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Mikill viðbúnaður var við Reykjavíkurhöfn, þar sem bíll fór út í höfnina fyrir rétt fyrir klukkan 17 í dag. Ökumanninum var bjargað úr sjónum og fljótlega kom í ljós að ekki voru fleiri farþegar í bílnum.Hér að neðan má lesa hvernig atburðarrásin var eftir slysið:Samkvæmt sjónarvotti eru nokkrir lögreglubílar á svæðinu, kafarar og sjúkrabílar ásamt leitunartækjum. Gestir á veitingastaðnum Höfninni urðu varir við það þegar bifreiðin skall í sjóinn. Maðurinn er talinn hafa verið lengi ofan í sjónum eða allt að hálftíma. Lögreglumaður á vettvangi sagði í samtali við fréttamann að ekki væri vitað hvort maðurinn hefði verið einn í bílnum. Vettvangi hefur verið lokað og unnið að því að draga bílinn upp úr höfninni. Sjónarvottar sögðu skott bílsins hafa verið opið þegar bíllinn keyrði fram af brúninni.Uppfært klukkan 17:45 - Kafarar hafa fundið bílinn en ekki er ljóst að svo stöddu hvort fleiri farþegar hafi verið í bílnum. Lögregla og kafarar eru að leita í og við höfnina til að komast til botns í því hvort fleiri farþegar hafi verið í bílnum.VÍSIRUppfært klukkan 18:50 - Óskar Þór Ámundason þjónn á Höfninni sagði að gestur á efri hæð veitingahússins hefði séð jepplinginn fara fram af bryggjunni og lenda í sjónum. Þeir hringdu strax í neyðarlínuna og gerðu viðvart. Skottlokið var opið á bílnum þegar hann fór fram af að sögn sjónarvottarins. Bifreiðin er enn í sjónum en lögregla útilokaði ekki að fleiri kunni að hafa verið í bifreiðinni þegar slysið varð enda voru bæði dyrnar ökumannsmegin og farþegamegin opnar þegar að var komið. Pétur Guðmundsson aðgerðastjóri hjá lögreglu sagði skömmu fyrir sex að leit yrði haldið eitthvað áfram en bifreiðin yrði líklega dregin upp í kvöld.Uppfært klukkan 19:05 - Fram kom í kvöldfréttum RÚV að lögreglan væri búin að leita af sér allan grun um að fleiri aðilar hefðu verið inni í bílnum og því er talið fullvíst að aðeins sé um eina manneskju að ræða. Uppfært klukkan 19:35 - Lögreglan hefur sent frá sér tilkynningu um málið sem má lesa hér: Um hálffimmleytið í dag barst lögreglu tilkynning um að bifreið hefði hafnað í Reykjavíkurhöfn, en óljóst var í upphafi hversu margir voru í bílnum. Fjölmennt lið lögreglu og björgunarfólks, þar á meðal kafarar, fór strax á staðinn og hóf leit. Kona fannst í sjónum og var hún flutt á sjúkrahús. Ekki er talið að fleiri hafi verið í bílnum og er aðgerðum á vettvangi að ljúka.VÍSIRVÍSIRVÍSIRVÍSIRVÍSIR
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira