Hafa gert stjórnvöldum tilboð um afhendingu krónueigna Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. janúar 2015 18:45 Slitastjórnir bæði Glitnis og Kaupþings banka hafa gert stjórnvöldum tilboð sem miða að því að losa um krónueignir þessara slitabúa og ljúka uppgjöri þeirra með nauðasamningum. Gangi tilboð Kaupþings eftir mun ríkissjóður eignast Arion banka að fullu. Tilboðin um afhendingu krónueignanna eru miklu þægilegri lausn fyrir slitabúin en ef þau yrðu skattlögð með sérstökum útgönguskatti sem gæti kostað þau hundruð milljarða króna eða jafnvirði þess. Bjarni Bendiktsson fjármálaráðherra sagði í viðtali í beinni í Íslandi í dag á mánudag að útgönguskattur væri eitthvað sem stjórnvöld væru að „skoða mjög alvarlega.“ Bjarni sagði að unnið væri að þessu máli á „hverjum einasta degi.“ Slitastjórn Kaupþings banka hefur boðið Eignasafni Seðlabanka Íslands, ESÍ, að eignast 87 prósenta hlut slitabús Kaupþings í Arion banka í skiptum fyrir annars vegar samþykktar kröfur ESÍ á hendur bankanum, en markaðsvirði þeirra nemur 35 milljörðum króna og hins vegar víkjandi láni í erlendum gjaldeyri sem ríkissjóður veitti Arion banka við endurreisn hans árið 2010 en lánið stendur í 31 milljarði króna. Frá þessu var fyrst greint í DV. Með þessu myndi slitabú Kaupþings eignast þetta víkjandi lán og sem eigandi þess ætti slitabúið kröfu í erlendum gjaldeyri á hendur Arion banka. Þessi tillaga mun hafa verið reifuð fyrst á fundi með framkvæmdastjórn um afnám hafta hinn 9. desember. Samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 voru fleiri eignir nefndar í umræddum skiptum en ekki hefur fengist upp gefið hvaða eignir þetta eru. Það er ljóst að ef einungis er um að ræða víkjandi lán og kröfur ESÍ á hendur slitabúinu endurspeglar endurgjaldið engan veginn verðmæti eignarhlutarins í Arion banka. Eignarhlutur Kaupþings í Kaupskilum ehf., sem heldur á 87 prósenta hlutnum í Arion banka, var verðlagður á tæplega 150 milljarða króna í árshlutauppgjöri slitabús Kaupþings frá 30. júní í fyrra. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lítur slitastjórn Kaupþings svo á að með því að afhenda ríkissjóði hlutinn í Arion banka í skiptum fyrir aðrar eignir sé verið að búa svo um hnútana að hægt sé að ljúka nauðasamningi Kaupþings, með tilheyrandi útgreiðslu á gjaldeyri til kröfuhafa, án þess að það ógni fjármálastöðugleika á Íslandi því þá sé engum krónueignum til að dreifa í eignasamsetningu búsins. Ríkissjóður færi með hundrað prósent hlut í Arion banka Gangi þessi áform eftir verður ríkissjóður eigandi 100 prósent hlutafjár í Arion banka en íslenska ríkið fer í dag með 13 prósenta hlut í bankanum. Hjá Seðlabankanum fengust þau svör að ekkert formlegt tilboð hefði borist frá Kaupþingi. Þessi tillaga slitastjórnar Kaupþings hefur ekki komið inn á borð fjármálaráðuneytisins en litið er á tillöguna sem innlegg í hugsanlegar samningaviðræður við stjórnvöld. Jóhannes Rúnar Jóhannsson hjá slitastjórn Kaupþings sagðist í samtali við fréttastofu ekki geta rætt um það sem fram fór á fundinum 9. desember. Það væri trúnaðarmál. Það eru svipaðir hlutir í farvatninu hjá öðru stóru slitabúi. Í nóvember 2013 lagði slitastjórn Glitnis banka fram tillögu til Seðlabankans sem sneri að krónueignum Glitnis. Tillagan var þess eðlis að hægt væri að ljúka nauðasamningum Glitnis án þess að þeir sköpuðu þrýsting á íslenska hagkerfið, þ.e. hefðu ekki neikvæð áhrif á greiðslujöfnuð Íslands. Í lok þriðja ársfjórðungs síðasta árs námu krónueignir slitabús Glitnis banka alls 318 milljörðum króna samkvæmt árshlutauppgjöri bankans fyrir fjórðunginn frá 18. nóvember. Þar af eru 167,5 milljarðar króna í formi 95 prósenta hlutar slitabúsins í Íslandsbanka.Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson eru í slitastjórn Glitnis banka.Samkvæmt heimildum fréttastofu snýr tillaga Glitnis, sem send var Seðlabankanum í nóvember 2013 og uppfærð á árinu 2014, ekki að eignarhlutnum í Íslandsbanka heldur að öðrum krónueignum slitabús Glitnis. Það hefur verið stefna slitastjórnar að selja hlutinn í Íslandsbanka fyrir gjaldeyri. Eftir því sem fréttastofa kemst næst lýtur tillagan að því að ríkissjóður fái stóran hluta lausra krónueigna bankans í skiptum fyrir undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Engin svör hafa borist frá Seðlabankanum vegna tillögunnar en bankinn hefur óskað eftir viðbótarupplýsingum vegna hennar. Vilja ekki borga útgönguskatt Í báðum tilvikum er um að ræða tilboð slitastjórnanna sem miða því að ljúka uppgjöri slitabúanna. Slitastjórnirnar vilja frekar ganga til samninga við stjórnvöld og afhenda krónueignir en að eiga á hættu á að þurfa að greiða 20-35 prósenta útgönguskatt á allar eignir sínar, eins og nefnt var framar, en tillögur í þá veru hafa verið lagðar fram af framkvæmdastjórn um afnám hafta undir forystu Bandaríkjamannsins Glenn Victor Kim. Heildartekjur ríkissjóðs af slíkum útgönguskatti gætu numið allt að 500 milljörðum króna, sé miðað við 20 prósenta skatt. Að þessu virtu væri mun „ódýrara“ fyrir slitabú bankanna að afhenda krónueignir sínar. Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Slitastjórnir bæði Glitnis og Kaupþings banka hafa gert stjórnvöldum tilboð sem miða að því að losa um krónueignir þessara slitabúa og ljúka uppgjöri þeirra með nauðasamningum. Gangi tilboð Kaupþings eftir mun ríkissjóður eignast Arion banka að fullu. Tilboðin um afhendingu krónueignanna eru miklu þægilegri lausn fyrir slitabúin en ef þau yrðu skattlögð með sérstökum útgönguskatti sem gæti kostað þau hundruð milljarða króna eða jafnvirði þess. Bjarni Bendiktsson fjármálaráðherra sagði í viðtali í beinni í Íslandi í dag á mánudag að útgönguskattur væri eitthvað sem stjórnvöld væru að „skoða mjög alvarlega.“ Bjarni sagði að unnið væri að þessu máli á „hverjum einasta degi.“ Slitastjórn Kaupþings banka hefur boðið Eignasafni Seðlabanka Íslands, ESÍ, að eignast 87 prósenta hlut slitabús Kaupþings í Arion banka í skiptum fyrir annars vegar samþykktar kröfur ESÍ á hendur bankanum, en markaðsvirði þeirra nemur 35 milljörðum króna og hins vegar víkjandi láni í erlendum gjaldeyri sem ríkissjóður veitti Arion banka við endurreisn hans árið 2010 en lánið stendur í 31 milljarði króna. Frá þessu var fyrst greint í DV. Með þessu myndi slitabú Kaupþings eignast þetta víkjandi lán og sem eigandi þess ætti slitabúið kröfu í erlendum gjaldeyri á hendur Arion banka. Þessi tillaga mun hafa verið reifuð fyrst á fundi með framkvæmdastjórn um afnám hafta hinn 9. desember. Samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 voru fleiri eignir nefndar í umræddum skiptum en ekki hefur fengist upp gefið hvaða eignir þetta eru. Það er ljóst að ef einungis er um að ræða víkjandi lán og kröfur ESÍ á hendur slitabúinu endurspeglar endurgjaldið engan veginn verðmæti eignarhlutarins í Arion banka. Eignarhlutur Kaupþings í Kaupskilum ehf., sem heldur á 87 prósenta hlutnum í Arion banka, var verðlagður á tæplega 150 milljarða króna í árshlutauppgjöri slitabús Kaupþings frá 30. júní í fyrra. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lítur slitastjórn Kaupþings svo á að með því að afhenda ríkissjóði hlutinn í Arion banka í skiptum fyrir aðrar eignir sé verið að búa svo um hnútana að hægt sé að ljúka nauðasamningi Kaupþings, með tilheyrandi útgreiðslu á gjaldeyri til kröfuhafa, án þess að það ógni fjármálastöðugleika á Íslandi því þá sé engum krónueignum til að dreifa í eignasamsetningu búsins. Ríkissjóður færi með hundrað prósent hlut í Arion banka Gangi þessi áform eftir verður ríkissjóður eigandi 100 prósent hlutafjár í Arion banka en íslenska ríkið fer í dag með 13 prósenta hlut í bankanum. Hjá Seðlabankanum fengust þau svör að ekkert formlegt tilboð hefði borist frá Kaupþingi. Þessi tillaga slitastjórnar Kaupþings hefur ekki komið inn á borð fjármálaráðuneytisins en litið er á tillöguna sem innlegg í hugsanlegar samningaviðræður við stjórnvöld. Jóhannes Rúnar Jóhannsson hjá slitastjórn Kaupþings sagðist í samtali við fréttastofu ekki geta rætt um það sem fram fór á fundinum 9. desember. Það væri trúnaðarmál. Það eru svipaðir hlutir í farvatninu hjá öðru stóru slitabúi. Í nóvember 2013 lagði slitastjórn Glitnis banka fram tillögu til Seðlabankans sem sneri að krónueignum Glitnis. Tillagan var þess eðlis að hægt væri að ljúka nauðasamningum Glitnis án þess að þeir sköpuðu þrýsting á íslenska hagkerfið, þ.e. hefðu ekki neikvæð áhrif á greiðslujöfnuð Íslands. Í lok þriðja ársfjórðungs síðasta árs námu krónueignir slitabús Glitnis banka alls 318 milljörðum króna samkvæmt árshlutauppgjöri bankans fyrir fjórðunginn frá 18. nóvember. Þar af eru 167,5 milljarðar króna í formi 95 prósenta hlutar slitabúsins í Íslandsbanka.Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson eru í slitastjórn Glitnis banka.Samkvæmt heimildum fréttastofu snýr tillaga Glitnis, sem send var Seðlabankanum í nóvember 2013 og uppfærð á árinu 2014, ekki að eignarhlutnum í Íslandsbanka heldur að öðrum krónueignum slitabús Glitnis. Það hefur verið stefna slitastjórnar að selja hlutinn í Íslandsbanka fyrir gjaldeyri. Eftir því sem fréttastofa kemst næst lýtur tillagan að því að ríkissjóður fái stóran hluta lausra krónueigna bankans í skiptum fyrir undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Engin svör hafa borist frá Seðlabankanum vegna tillögunnar en bankinn hefur óskað eftir viðbótarupplýsingum vegna hennar. Vilja ekki borga útgönguskatt Í báðum tilvikum er um að ræða tilboð slitastjórnanna sem miða því að ljúka uppgjöri slitabúanna. Slitastjórnirnar vilja frekar ganga til samninga við stjórnvöld og afhenda krónueignir en að eiga á hættu á að þurfa að greiða 20-35 prósenta útgönguskatt á allar eignir sínar, eins og nefnt var framar, en tillögur í þá veru hafa verið lagðar fram af framkvæmdastjórn um afnám hafta undir forystu Bandaríkjamannsins Glenn Victor Kim. Heildartekjur ríkissjóðs af slíkum útgönguskatti gætu numið allt að 500 milljörðum króna, sé miðað við 20 prósenta skatt. Að þessu virtu væri mun „ódýrara“ fyrir slitabú bankanna að afhenda krónueignir sínar.
Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira