Velferðarráðherra hefur miklar áhyggjur af stöðu fæðingarorlofskerfisins Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 15. janúar 2015 13:53 Eygló Harðardóttir velferðarráðherra segist hafa miklar áhyggjur af stöðu fæðingarorlofskerfisins hér á landi en karlar taka nú fæðingarorlof í mun minna mæli en áður. Hún segir að meðal annars þurfi að hækka tekjuþak orlofsins. Þorsteins Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í erindi á skattadegi Deloitte, SA og VÍ á þriðjudag, að búið væri að eyðileggja fæðingarorlofskerfið á Íslandi. Kerfið virkaði ekki lengur þannig að foreldrarnir nýttu fæðingarorlofsrétt sinn óháð kyni og tekjum, heldur sé nú ljós veruleg breyting í nýtingu á þessum réttindum. Tekjuþak orlofsins hafi verið skert of mikið í kreppunni. Eygló segist taka undir með Þorsteini og hefur miklar áhyggjur af stöðunni. „Við tókum núna eftir að við tókum við völdum ríkisstjórnin fyrstu skrefin í átt að endurreisa fæðingarorlofskerfið með að hækka þakið í fyrra. Hinsvegar hefur ekki verið samstaða um þessa áherslu og því tók ég ákvörðun um að skipa nefnd um framtíðarstefnu í fæðingarorlofsmálum,“ segir hún. Nefndinni er ætlað að huga sérstaklega að því hvernig best megi ná markmiðum laga um fæðingar- og foreldraorlof, og tryggja barni samvistir við báða foreldra sína samhliða því að foreldrum verði gert kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að menn nái saman um hverjar áherslurnar eigi að vera til að endurreisa fæðingarorlofið. Ég hef heyrt frá sumum sem hafa lagt áherslu á það að það sé best að lengja fæðingarorlofið fyrst en nú sjáum við það frá Samtökum atvinnulífsins að þeir leggja áherslu á það að hækka þakið og það hef ég líka heyrt frá hluta verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Eygló. Eygló segir brýnt sé að endurreisa fæðingarorlofskerfið til samræmis við upphafleg markmið þess um jafna töku foreldra á fæðingarorlofi. „Það er verulegt áhyggjuefni að mínu mati, þessi þróun, að við sjáum það bæði að karlar eru að taka fæðingarorlof í minna mæli og það að fæðingum er að fækka. Það er eitthvað sem ég tel að enginn vilji sjá að verði raunin hér á Íslandi til framtíðar,“ segir hún. Alþingi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira
Eygló Harðardóttir velferðarráðherra segist hafa miklar áhyggjur af stöðu fæðingarorlofskerfisins hér á landi en karlar taka nú fæðingarorlof í mun minna mæli en áður. Hún segir að meðal annars þurfi að hækka tekjuþak orlofsins. Þorsteins Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í erindi á skattadegi Deloitte, SA og VÍ á þriðjudag, að búið væri að eyðileggja fæðingarorlofskerfið á Íslandi. Kerfið virkaði ekki lengur þannig að foreldrarnir nýttu fæðingarorlofsrétt sinn óháð kyni og tekjum, heldur sé nú ljós veruleg breyting í nýtingu á þessum réttindum. Tekjuþak orlofsins hafi verið skert of mikið í kreppunni. Eygló segist taka undir með Þorsteini og hefur miklar áhyggjur af stöðunni. „Við tókum núna eftir að við tókum við völdum ríkisstjórnin fyrstu skrefin í átt að endurreisa fæðingarorlofskerfið með að hækka þakið í fyrra. Hinsvegar hefur ekki verið samstaða um þessa áherslu og því tók ég ákvörðun um að skipa nefnd um framtíðarstefnu í fæðingarorlofsmálum,“ segir hún. Nefndinni er ætlað að huga sérstaklega að því hvernig best megi ná markmiðum laga um fæðingar- og foreldraorlof, og tryggja barni samvistir við báða foreldra sína samhliða því að foreldrum verði gert kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að menn nái saman um hverjar áherslurnar eigi að vera til að endurreisa fæðingarorlofið. Ég hef heyrt frá sumum sem hafa lagt áherslu á það að það sé best að lengja fæðingarorlofið fyrst en nú sjáum við það frá Samtökum atvinnulífsins að þeir leggja áherslu á það að hækka þakið og það hef ég líka heyrt frá hluta verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Eygló. Eygló segir brýnt sé að endurreisa fæðingarorlofskerfið til samræmis við upphafleg markmið þess um jafna töku foreldra á fæðingarorlofi. „Það er verulegt áhyggjuefni að mínu mati, þessi þróun, að við sjáum það bæði að karlar eru að taka fæðingarorlof í minna mæli og það að fæðingum er að fækka. Það er eitthvað sem ég tel að enginn vilji sjá að verði raunin hér á Íslandi til framtíðar,“ segir hún.
Alþingi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira