Lífið

Jennifer Lopez: „Ég deita ekki. Ég fer ekki á deit. Ég bara hitti fólk og svo..."

Margrét Hugrún Gústavsdóttir skrifar
Jenny "úr blokkinni" er ekki til í að deita.
Jenny "úr blokkinni" er ekki til í að deita. Vísir/Getty
Jennifer okkar "úr blokkinni" Lopez segist ekki vera tilkippileg á deit.

Hún er hinsvegar alveg til í að hitta fólk en vill ekki hafa það of formlegt. Bomban, sem er orðin 45 ára, segir skilnað sinn við Marc Antony hafa verið mikið áfall fyrir sig en það var gengið formlega frá honum í fyrra.

„Ég deita ekki. Ég fer ekki á deit. Ég bara hitti fólk og svo..." segir Jennifer í viðtali við slúðurkónginn Perez Hilton.

Mótleikari hennar í The Boy Next Door, Ryan Guzman, tekur í sama streng: „Ég kynnist fólki í gegnum vinnuna, vini og Twitter. Tilviljanakennt bara."

„Ég hef einmitt heyrt mikið um þetta," skýtur J-Lo inn í. „Það er víst allt á fullu á Twitter."

Jennifer segist jafnframt mjög ánægð með að vera einhleyp þessa dagana og er tilbúin að kynnast einhverjum skemmtilegum þó hún sé ekki til í formleg stefnumót.

„Ég er einhleyp núna. Ég nýt þess í botn og hef haft virkilega gott af því að vera ein."

Jennifer segist hafa farið í gegnum tímabil þar sem hún vildi alls ekki kynnast neinum og helst vera allar stundir ein með sjálfri sér en nú sé komin tími á að blanda geði. „Ég er samt ekki með neinar tilkynningar fyrir ykkur."

Hún sagði Perez líka frá því að skilnaðurinn við Marc Antony hafi verið henni mjög erfiður. Henni fannst hreinlega sem hún væri að deyja á þessu tímabili.

„Ég man eftir því að hafa mætt á tökustað, sat í búningsherberginu mínu og leið eins og ég gæti hreinlega ekki farið fram úr rúminu á morgnanna. Það er bara enginn sársauki erfiðari en þessi. Sársaukin og tilfinningin um að þér hafi mistekist allt er gríðarlega sterk þegar farið er í gegnum skilað."

„Væntingarnar, draumurinn, þetta ævintýri sem ekki mun verða. Manni finnst maður einfaldlega sundurskotin og líður bara eins og maður sé að fara að deyja.Þú upplifir bara svo sterklega að þér hafi mistekist. Alveg sama hvað maður reyndi. Það tókst bara ekki að láta þetta ganga upp."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×