Tímabil sem var þaggað niður Hjörtur Hjartarson skrifar 13. janúar 2015 20:06 „Þetta er tímabil sem var þaggað niður,“ segir þjóðfræðingur sem rannsakað hefur samskipti íslenskra karlmanna og erlendra hermanna sem hér dvöldu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hún segir að margir hafi uppgötvað að þeir væru samkynhneigðir þegar hermennirnir byrjuðu að daðra við þá.„Það er draumur að vera með dáta og dansa fram á nótt,“ söng Soffía Karlsdóttir fyrir sléttum fimmtíu árum og tóku eflaust margir undir. Þar var með rómantískum hætti fjallað um samskipti íslenskra kvenna og erlendra hermanna á stríðsárunum. Það sem færri vita er að ljóðlínur lagsins, „Þeir spáserra og státa um stræti og torg, og stúlkurnar dufla við þá inn á Borg,“ hefðu vel getað fjallað um íslenska pilta sömuleiðis. Særún Lísa Birgisdóttir, þjóðfræðingur hefur undanfarið fimm ár rannsakað þátt íslenskra karlmanna í „ástandinu“ svokallaða, þegar mörg þúsund breskra og bandarískra hermanna nam hér land í seinni heimsstyrjöldinni. Lítið hefur verið fjallað um að vissulega stunduðu íslenskir karlmenn kynlíf með erlendum hermönnum þó aldrei hafi það farið hátt. „Þetta var bara tímabil sem var þaggað niður. Það vissu þetta margir en það vildi enginn tala um þetta. Það var mjög erfitt að fá upp úr fólki það sem það vissi,“ segir Særún Lísa. Særún Lísa segir að ekki sé hægt að tala um að fjöldinn allur af íslenskum karlmönnum hefði komið út úr skápnum á þessum tíma, ekki nema gagnvart hermönnunum sjálfum. „Því þeir voru vissir um að hermennirnir myndu ekki segja neitt því það var náttúrulega brottrekstrarsök úr hernum, með skömm, ef svona kæmist upp. Þannig að þetta var visst öryggi, þeir gátu verið þeir sjálfir, um tíma, án þess að neinn uppgötvaði það. Það voru margir sem töluðu um að þeir hefðu í raun uppgötvað kynhneigð sína, sem sagt að þeir væru samkynhneigðir þegar hermenn voru að daðra við þá. Þannig að þeir komust, eins og einn sagði, hann hefði bara dottið í konfektkassa.“ Fordómar samfélagsins á þessum árum kom hinsvegar í veg fyrir að menn gætu með góðu móti lifað lífi sínu eins og þeir vildu. „Samkvæmt mínum heimildum og viðtölum, þá fór meirihlutinn aftur inn í skápinn og giftist og eignaðist börn og lifði svo bara „venjulegu“ lífi.“ Særún Lísa segir mikilvægt að um þetta tímabil sé fjallað og saga þessarra manna sögð. „Þetta er svona týnda fólkið okkar, huldufólkið. Þessir menn voru huldumenn í íslensku samfélagi og þeir fengu ekki sinn sess í sögunni. Þetta er stór partur af okkar sögu sem verður eiginlega að vera með,“ segir Særún Lísa. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira
„Þetta er tímabil sem var þaggað niður,“ segir þjóðfræðingur sem rannsakað hefur samskipti íslenskra karlmanna og erlendra hermanna sem hér dvöldu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hún segir að margir hafi uppgötvað að þeir væru samkynhneigðir þegar hermennirnir byrjuðu að daðra við þá.„Það er draumur að vera með dáta og dansa fram á nótt,“ söng Soffía Karlsdóttir fyrir sléttum fimmtíu árum og tóku eflaust margir undir. Þar var með rómantískum hætti fjallað um samskipti íslenskra kvenna og erlendra hermanna á stríðsárunum. Það sem færri vita er að ljóðlínur lagsins, „Þeir spáserra og státa um stræti og torg, og stúlkurnar dufla við þá inn á Borg,“ hefðu vel getað fjallað um íslenska pilta sömuleiðis. Særún Lísa Birgisdóttir, þjóðfræðingur hefur undanfarið fimm ár rannsakað þátt íslenskra karlmanna í „ástandinu“ svokallaða, þegar mörg þúsund breskra og bandarískra hermanna nam hér land í seinni heimsstyrjöldinni. Lítið hefur verið fjallað um að vissulega stunduðu íslenskir karlmenn kynlíf með erlendum hermönnum þó aldrei hafi það farið hátt. „Þetta var bara tímabil sem var þaggað niður. Það vissu þetta margir en það vildi enginn tala um þetta. Það var mjög erfitt að fá upp úr fólki það sem það vissi,“ segir Særún Lísa. Særún Lísa segir að ekki sé hægt að tala um að fjöldinn allur af íslenskum karlmönnum hefði komið út úr skápnum á þessum tíma, ekki nema gagnvart hermönnunum sjálfum. „Því þeir voru vissir um að hermennirnir myndu ekki segja neitt því það var náttúrulega brottrekstrarsök úr hernum, með skömm, ef svona kæmist upp. Þannig að þetta var visst öryggi, þeir gátu verið þeir sjálfir, um tíma, án þess að neinn uppgötvaði það. Það voru margir sem töluðu um að þeir hefðu í raun uppgötvað kynhneigð sína, sem sagt að þeir væru samkynhneigðir þegar hermenn voru að daðra við þá. Þannig að þeir komust, eins og einn sagði, hann hefði bara dottið í konfektkassa.“ Fordómar samfélagsins á þessum árum kom hinsvegar í veg fyrir að menn gætu með góðu móti lifað lífi sínu eins og þeir vildu. „Samkvæmt mínum heimildum og viðtölum, þá fór meirihlutinn aftur inn í skápinn og giftist og eignaðist börn og lifði svo bara „venjulegu“ lífi.“ Særún Lísa segir mikilvægt að um þetta tímabil sé fjallað og saga þessarra manna sögð. „Þetta er svona týnda fólkið okkar, huldufólkið. Þessir menn voru huldumenn í íslensku samfélagi og þeir fengu ekki sinn sess í sögunni. Þetta er stór partur af okkar sögu sem verður eiginlega að vera með,“ segir Særún Lísa.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira