Afstaða Ásmundar samræmist ekki stefnu flokksins Hjörtur Hjartarson skrifar 13. janúar 2015 19:42 Afstaða Ásmundar Friðrikssonar samræmist ekki stefnu Sjálfstæðisflokksins, segir þingflokksformaður Sjálfstæðismanna. Hún segist þó virða rétt þingmannsins til að tjá skoðanir sínar. Ásmundur velti fyrir sér hvort ekki væri rétt að athuga bakgrunn þeirra 1500 múslima sem búa hér á landi.Ásmundur, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði einnig á Facebook síðu sinni hvort ekki væri rétt að kanna hvort þeir múslimar sem hér búa hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna í Afghanistan eða Sýrlandi. Þar með leggur hann í raun til að teknar verða upp forvirkar rannsóknir, eitthvað sem samræmist ekki íslenskum lögum. „Auðvitað í hjarta mínu átti ég við það að við eigum að verja okkur fyrir öllum öfgahópum, sama hvaða trúarbrögð þeir aðhyllast og hvers litarháttar þeir hafa,“ segir Ásmundur. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata segir það hinsvegar á enga hátt betra. „Það að brjóta á öllum frekar en að brjóta á einum er ekki endilega góð málsvörn að mínu mati,“ segir Helgi.„Er ekki óvarlega talað eins og þú gerðir í gær?“„Jújú, það getur verið að það hafi verið óvarlega talað, ég er búinn að taka undir það. En ég segi, tökum umræðuna og verum ekki svona feimin við það,“ segir Ásmundur.„Erum við ekki búin að missa tök á umræðunni nú þegar?“„Ég hef nú bara reynt að vera sallarólegur yfir þessu og bara staðið við það sem ég sagði.“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkharðsdóttir er ósammála Ásmundi og segir orð hans ekki samræmast stefnu flokksins „Í þessu tilfelli held ég að þingmaðurinn hafi komist óheppilega að orði. Ég er ekki sammála honum í því sem hann leggur þarna til. En ég bið fólk samt um að virða tjáningafrelsið.“Eigum við að bera virðingu fyrir því þegar fólk talar um að brjóta mannréttindi?„Nei, ég er ekki heldur að tala um það að við eigum að taka þannig til orða. Við verðum samt að virða það þó við séum ósammála ýmsu af því sem fram kemur, þá verðum við að virða tjáningafrelsið,“ segir Ragnheiður. Rúmlega þrjú hundruð manns hafa látið sér líka við Facebook síðu öfgasamtakanna PEGIDA á Íslandi. Hreyfingin er þýsk að uppruna og berst gegn meintum íslömskum áhrifum í Evrópu. Helgi Hrafn segir þetta og orð Ásmundar akkúrat það sem hryðjuverkamennirnir í Frakklandi vildu. „Þeir vildu gera múslimum erfiðara að búa í friði í vestrænum löndum. Þeir vildu fá nákvæmlega þessa umræðu, þessa togstreitu. Og það syrgir mig að sjá hana verða að veruleika,“ segir Helgi Hrafn. Sérðu eftir þessari færslu?„Nei, ég sé ekkert eftir færslunni,“ segir Ásmundur. Tengdar fréttir „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37 Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Afstaða Ásmundar Friðrikssonar samræmist ekki stefnu Sjálfstæðisflokksins, segir þingflokksformaður Sjálfstæðismanna. Hún segist þó virða rétt þingmannsins til að tjá skoðanir sínar. Ásmundur velti fyrir sér hvort ekki væri rétt að athuga bakgrunn þeirra 1500 múslima sem búa hér á landi.Ásmundur, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði einnig á Facebook síðu sinni hvort ekki væri rétt að kanna hvort þeir múslimar sem hér búa hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna í Afghanistan eða Sýrlandi. Þar með leggur hann í raun til að teknar verða upp forvirkar rannsóknir, eitthvað sem samræmist ekki íslenskum lögum. „Auðvitað í hjarta mínu átti ég við það að við eigum að verja okkur fyrir öllum öfgahópum, sama hvaða trúarbrögð þeir aðhyllast og hvers litarháttar þeir hafa,“ segir Ásmundur. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata segir það hinsvegar á enga hátt betra. „Það að brjóta á öllum frekar en að brjóta á einum er ekki endilega góð málsvörn að mínu mati,“ segir Helgi.„Er ekki óvarlega talað eins og þú gerðir í gær?“„Jújú, það getur verið að það hafi verið óvarlega talað, ég er búinn að taka undir það. En ég segi, tökum umræðuna og verum ekki svona feimin við það,“ segir Ásmundur.„Erum við ekki búin að missa tök á umræðunni nú þegar?“„Ég hef nú bara reynt að vera sallarólegur yfir þessu og bara staðið við það sem ég sagði.“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkharðsdóttir er ósammála Ásmundi og segir orð hans ekki samræmast stefnu flokksins „Í þessu tilfelli held ég að þingmaðurinn hafi komist óheppilega að orði. Ég er ekki sammála honum í því sem hann leggur þarna til. En ég bið fólk samt um að virða tjáningafrelsið.“Eigum við að bera virðingu fyrir því þegar fólk talar um að brjóta mannréttindi?„Nei, ég er ekki heldur að tala um það að við eigum að taka þannig til orða. Við verðum samt að virða það þó við séum ósammála ýmsu af því sem fram kemur, þá verðum við að virða tjáningafrelsið,“ segir Ragnheiður. Rúmlega þrjú hundruð manns hafa látið sér líka við Facebook síðu öfgasamtakanna PEGIDA á Íslandi. Hreyfingin er þýsk að uppruna og berst gegn meintum íslömskum áhrifum í Evrópu. Helgi Hrafn segir þetta og orð Ásmundar akkúrat það sem hryðjuverkamennirnir í Frakklandi vildu. „Þeir vildu gera múslimum erfiðara að búa í friði í vestrænum löndum. Þeir vildu fá nákvæmlega þessa umræðu, þessa togstreitu. Og það syrgir mig að sjá hana verða að veruleika,“ segir Helgi Hrafn. Sérðu eftir þessari færslu?„Nei, ég sé ekkert eftir færslunni,“ segir Ásmundur.
Tengdar fréttir „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37 Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
„Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14
Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37
Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12